Hvað eru vítamín?

Vítamín eru næringarefni sem líkaminn þarfnast í litlu magni fyrir eðlilega líkamsstarfsemi. Vítamínum má skipta í tvo flokka: fituleysanleg og vatnsleysanleg. Vítamín hafa mikilvægum hlutverkum að gegna í líkamanum. Í kjölfar of lítillar neyslu geta fyrst komið fram einkenni og síðar skortssjúkdómar ef ástandið er langvinnt. Sem dæmi má nefna að skortur á C-vítamíni lýsir sér sem þreyta og minna mótstöðuafl.

Hvað eru fituleysanleg vítamín?

Fituleysanleg vítamín eru aðallega í feitum matvælum eins og dýrafitu, jurtaolíu, mjólkurvörum, lifur og feitum fiski. Ef borðað er umfram þörf af fituleysanlegum vítamínum safnast þau fyrir í líkamanum og líkaminn getur nýtt þau síðar. Þetta skýrir hvers vegna líkaminn kemst af án þess að neyta fituleysanlegra vítamína daglega, þótt hann þarfnist þeirra á hverjum degi til að starfa eðlilega.

Eftirtalin vítamín eru fituleysanleg:

  • A-vítamín,
  • D-vítamín,
  • E-vítamín,
  • K-vítamín.

Vatnsleysanleg vítamín

Vatnsleysanleg vítamín varðveitast ekki í líkamanum og því þarf að neyta þeirra oftar en þeirra fituleysanlegu. Ef líkaminn fær stærri skammta af vatnsleysanlegum vítamínum en hann þarf á að halda losar hann sig við umfram magn með þvagi.  Vatnsleysanleg vítamín er að finna í ávöxtum, grænmeti og korni.

Eftirtalin vítamín eru vatnsleysanleg:

  • B1-vítamín,
  • B2-vítamín,
  • B3-vítamín,
  • B6-vítamín,
  • B12-vítamín,
  • C-vítamín,
  • Fólat.

(Mynd í eigu Clare Bell).

Nánar má lesa um vítamín og steinefni á vefnum Vítamín.is.

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar