Þeir sem hafa fengið matareitrun þekkja af biturri reynslu að meðhöndlun matvæla ætti alltaf að taka alvarlega. Matareitrun er ekki bara eitthvað sem kemur fyrir fólk þegar það varar sig ekki erlendis. Það er hægðarleikur að fá matareitrun frá eigin eldamennsku ef ekki er haldið rétt á spöðunum.

Áttavitinn hefur því tekið saman nokkur atriði sem allir ættu að passa í meðhöndlun matvæla, hérlendis og erlendis.

Fyrst og fremst

  • Passaðu að vera með hreinar hendur,
  • Þrífðu reglulega þau tól, skurðarbretti og tuskur sem þú notar,
  • Ekki þvo hrátt kjöt (það dreifir sýklum),
  • Ekki bíða lengur en tvo sólarhringa með að borða afganga,
  • Þegar þú hitar upp afganga, passaðu að þeir séu vel heitir í gegn.

Hvað með ísskápinn?

  • Athugaðu að ísskápurinn ætti að vera í mesta lagi 4°c heitur,
  • Aldrei geyma opnar niðursuðudósir í ísskáp, málmurinn getur blandast í matinn. Notaðu frekar geymslubox sem eru vottuð fyrir matvæli,
  • Geymdu egg í pakkningunni fremur en í eggjabakkanum sem fylgir með ísskápnum,
  • Leyfðu matarafgöngum að kólna áður en þú setur þá inn í ísskáp, þeir hita út frá sér,
  • Rétt eins og annað sem kemur nálægt matvælum borgar sig að þrífa ísskápinn reglulega.

Meðhöndlun á kjöti og fisk

  • Það er góð regla að geyma kjöt og fisk í neðri hillum ísskápsins, ef safi lekur þá endar hann ekki á öðru hráefni,
  • Passaðu að hrátt kjöt og fiskur komist ekki í snertingu við annað hráefni,
  • Hnífar, skurðarbretti og önnur tól sem hafa verið notuð til að vinna kjöt eða fisk þarf að þrífa vel áður en nokkuð annað snertir þau
  • Ef þú ætlar að frysta kjötið eða fiskinn, gerðu það áður en hráefnið rennur út. Sjá „best fyrir“ miðann,
  • Þegar þú afþýðir kjöt, fisk eða annað hráefni sem gæti smitað út frá sér, passaðu að hafa disk undir svo safinn leki ekki út um allt
  • Passaðu að kjarnhitastig hráefnisins hafi náð réttu hitastigi (í 75°c drepast allir sjúkdómsvaldandi gerlar).

Ertu grænkeri? Hér eru leiðbeiningar um meðhöndlun fyrir þig!

Athugið að þessar upplýsingar eru langt frá því að vera tæmandi, frekari upplýsingar um meðhöndlun matvæla má m.a nálgast hér:

Mast.is

Sykur.is

Heimildir:

Greinin er unnin af vefnum Themix.org.uk

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar