Hvað eru menntavísindi?

Það má segja að menntavísindi séu greinar sem snúa að því hvernig best sé að miðla þekkingu, hátta námi og uppeldi og fræða komandi kynslóðir. Sem dæmi um nám á menntavísindasviði eru kennaranám, leikskólakennaranám, þroskaþjálfun, uppeldisfræði og íþróttafræði.

Hvar eru menntavísindi kennd?

  • Háskóli Íslands býður upp á fjölbreytt nám í menntavísindum í þremur deildum. Allar upplýsingar má nálgast á heimasíðu menntavísindasviðs.
  • Háskólinn á Akureyri bíður upp á fullt þriggja ára kennaranám auk framhaldsnáms. Upplýsingar má nálgast á heimasíðu skólans.
  • Listaháskóli Íslands býður upp á kennaranám í listkennsludeild sinni. Þar er bæði boðið upp á diplóma- og meistaranám. Upplýsingar má nálgast á síðu deildarinnar.

Kennaradeild

Sú deild menntar kennara fyrir kennslu í leik-, grunn- og framhaldsskólum.

Íþrótta- og heilsufræði

Íþrótta- og heilsufræðingar starfa t.d. við kennslu í grunn- og framhaldsskólum, íþróttaþjálfun í skólum og á líkamsræktarstöðvum, forvarnarvinnu innan fyrirtækja og í ýmsum störfum innan íþróttahreyfingarinnar.

Þroskaþjálfafræði

Þroskaþjálfar starfa á ólíkum sviðum samfélagsins við það að styðja og efla þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu og gæta hagsmuna þeirra.

Tómstunda- og félagsmálafræði

Starfsvettvangur tómstunda- og félagsmálafræðinga er mjög fjölbreyttur. Þeir starfa meðal annars á félagsmiðstöðvum, frístundaheimilum, hjá íþróttafélögum, í grunn- og leikskólum, hjá þjónustumiðstöðvum aldraðra og við skrifstofustörf þar sem þeir sinna íþrótta- og tómstundamálum.

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar