Nám sem tekur við eftir grunnskóla kallast nám á framhaldsskólastigi og leiðir til mismunandi gráðu eða réttinda; t.d. stúdentspróf, sveinspróf, burtfarapróf af starfsnámsbraut og fleira.

Nám á framhaldsskólastigi er kennt um land og flestir skólar á landsbyggðinni bjóða nemendum upp á að vera í fullu fæði og húsnæði í næsta nágrenni við skólann. Þeir skólar nefnast heimavistarskólar.

Hvaða nám er í boði?

Almennt er framhaldsskólanámi skipt í 3 flokka. Það er gert til að auðvelda val eftir áhuga hvers og eins. Þá er talað um:

  1. Bóknám,
  2. Iðn-, starfs- og tækninám
  3. og listnám.

Hvort sem nemendur velja a bók-, starfs-, iðn- eða listnám, geta allir nemendur tekið viðbótarnám til stúdentsprófs og þannig opnað á leiðir inn á háskólastigið.
Hver er munurinn á leiðunum í framhalsskóla?

Bóknám

Bóknám er skipulagt sem undirbúningur fyrir nám á háskólastigi.  Í flestum skólum eru bóknámsbrautirnar þrjár: félagsfræði-, náttúrufræði- og málabraut. Þó hefur fjölbreyttni þeirra aukist og mun að öllum líkindum aukast á næstu árum.

Dæmi um bóknámsbrautir eru: 
Íþróttabraut, viðskipta- og hagfræðibraut, upplýsinga- og tæknibraut, hugvísindabraut svo fátt eitt sé nefnt

Athugið að mismunandi brautir veita misgóðan undirbúning fyrir nám á háskólastigi.

Iðn-, starfs- og tækninám

Eins og nafnið gefur til kynna er iðn-, starfs- og tækninám samheiti yfir greinar sem eru að stórum hluta verklegar. Námið veitir oft ákveðin starfsréttindi og próf. Til dæmis koma smiðir, kokkar, hársnyrtar og rafvirkjar allir úr iðnnámi.

Til að fjalla nánar um þennan flokk náms er best að brjóta hann upp og skoða Iðnnán sérstaklega og starfs- og tækninám sér.

Iðnnám

Það sem aðskilur iðnnám frá öðru starfs- og tækninámi er að það veitir útskrifuðum nemendum  lögvernduð starfsréttindi. Það þýðir að enginn má starfa við húsasmíði, ljósmyndun eða rafvirkjun án þess að hafa lokið sveinsprófi í viðkomandi grein.

Í dag eru iðngreinar á Íslandi um 60 og skiptast í 8 flokka 

Hluti iðnnáms er í kenndur í skóla og hluti á vinnustöðum. Að því loknu taka nemendur  sveinspróf sem gefur rétt til að kenna sig við starfsheitið sitt.

Dæmi um iðngreinar eru:  Húsasmíði, málaraiðn, pípulagnir, bifreiðasmíði, feldskurður, gull- og silfursmíði, hljóðfærasmíði, söðlasmíði, bakaraiðn, matreiðsla, flugvélavirkjun, netagerð, ljósmyndun, hársnyrtiiðn, tannsmíði og rafvirkjun svo fátt eitt sé nefnt

Að loknu sveinsprófi getur þú tekið iðnmeistararéttindi.  Þau gera þér fært að sjá um kennslu nýliða og reka eigið fyrirtæki.

Starfs- og tækninám

Starfs- og tækninámi er ætlað að undirbúa nemendur fyrir ákveðin störf eða framhaldsnám en veitir ekki lögvernduð starfsréttindi.

Dæmi um  starfs- og tækninám er: ölvubraut, fjölmiðlabraut, nettækni, félagsmála- og tómstundabraut og fleira

Listnám

Tilgangur listnáms er að undirbúa nemendur fyrir frekara nám í listum og skapandi greinum á háskólastigi. Nemendur eru þjálfaðir í skapandi hugsun og kennt að koma hugmyndum í framkvæmd. Ólíkar áherslur eru að sjálfsögðu eftir brautum. Þannig læra nemendur á myndlistarbraut til að mynda grunnþætti í teikningu, meðferð lita, listasögu og margt fleira. Á fata- og textílhönnunarbraut eru nemendur þjálfaðir í saumaskap, sníðagerð, þrykki og öðru sem viðkemur hönnun fata og búninga.

Dæmi um listnámsbrautir eru: Listdans, almenn hönnun, handverkshönnun, margmiðlunarhönnun, myndlist, tónlist, leiklist og almenn listnámsbraut.

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar