Hvenær má fólk taka mótorhjólapróf?
Venjulegt bifhjólapróf má taka við 17 ára aldur, líkt og bílprófið sjálft. Próf á stór bifhjól má fólk taka við 21 árs aldur – eða þegar fólk hefur tveggja ára reynslu af litlu bifhjóli. Hinsvegar má taka próf á létt bifhjól þegar fólk nær 15 ára aldri.
Til eru þrjár tegundir bifhjólaprófa
Þær eru:
- M – Létt bifhjól. Það veitir ökuréttindi á skellinöðru eða vespu að hámarki 50 kúbik. Aldurstakmark er 15 ára.
- A – Lítið bifhjól. Vélarafl bifhjólsins má ekki fara yfir 25 kw eða (eða 34 hestöfl). Aldurstakmark er 17 ára.
- A- stórt bifhjól. Það eru hjól þar sem vélarafl fer yfir 25kw (eða 34 hestöfl). Prófið veitir einnig réttindi til að stjórna vélsleða. Aldurstakmark er 21 árs – eða 2 ára gamalt prófskírteini upp á A- lítið bifhjól.
Hvernig gengur námið fyrir sig?
Til að öðlast rétt á að taka bifhjólapróf er nauðsynlegt að hafa lokið 24 tíma bóklegu námi og 11 tíma verklegu námi. Þeir sem hafa B-réttindi (þ.e. almennt bílpróf) þurfa aðeins að taka 12 tíma bóklegt nám í stað 24 tíma.
- Fyrsta skrefið er að hafa samband við ökukennara og fara í bóklega og verklega tíma.
- Þegar viðkomandi hefur náð bóklegum hluta kennslunnar má hann hefja nám í þeim verklega.
- Ökukennari sér um að panta verklegt próf telji hann nemenda nægilega færan til að aka um í umferðinni.
Hvar er hægt að læra á mótorhjól?
Þó nokkrir aðilar bjóða upp á bifhjólanám á Íslandi.
- Ökukennslan 17.is býður upp á bifhjólanámskeið. Frekari upplýsingar má nálgast á heimasíðu skólans.
- Ökuskólinn í Mjódd býður upp á mótorhjólanámskeið. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu skólans.
- Ekill býður upp á bifhjólakennslu. Frekari upplýsingar má nálgast á heimasíðu skólans.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?