Samkvæmt íslenskum lögum þarf að nefna barn fyrir 6 mánaða afmælisdag þess.  Sumir foreldrar kjósa að nefna barnið sitt snemma eftir fæðingu og geta skilað inn nafni barnsins sjálfir en aðrir vilja tengja það við skírnar- eða nafngjafarathöfn.

Hvar er hægt að skíra eða nefna barn?

Nafngjafir hafa á Íslandi verið tengdar við trúarlegar skírnir eða aðrar trúarhefðir, en það er ekki algilt.

Hvar tilkynni ég nafnið?

Á heimasíðu Þjóðskrár má senda inn nafn með hjálp Íslykils.  Einnig er hægt að tilkynna nafnið í höfuðstöðvum Þjóðskrár.

Hvað kostar að skíra eða nefna barn?

Kostnaður við nafngjöf barns er misjafnlega hár eftir því hvaða leið er farin. Ekki þarf að greiða nein gjöld þegar nafn er tilkynnt til Þjóðskrár. Að skíra barn í messu hjá Þjóðkirkjunni er ókeypis þjónusta en að fá prest til að skíra utan messu eða í heimahúsi kostar 6.701 krónu, þá er einnig greitt fyrir akstur prestsins að heimahúsi. Önnur trúar- og lífsskoðunarfélög setja sjálf sína gjaldskrá.

Hvaða nöfnum má skíra íslensk börn?

Ákveðin lög gilda um íslensk mannanöfn en frekari upplýsingar um þau má nálgast á heimasíðu Mannanafnanefndar. Einnig má nálgast þar lista yfir öll samþykkt mannanöfn á Íslandi. Vilji fólk skíra nafni sem ekki hefur verið samþykkt af Mannanafnanefnd verður að sækja sérstaklega um það. Eyðublaðið má nálgast hér.

  • Á síðunni Ungi.is má fletta upp íslenskum nöfnum, skoða fallbeygingu þeirra og hversu algengt hvert nafn er.
  • Áttavitinn er með lista yfir íslensk mannanöfn og merkingu þeirra, en sá listi er þó ekki tæmandi.

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar