Hvenær á að bólusetja börn?

Börn eru bólusett þó nokkrum sinnum á ævinni, allt frá 3ja mánaða aldri til 14 ára, gegn hinum ýmsu sjúkdómum. Hér að neðan má sjá hvenær og fyrir hverju þarf að bólusetja börn:

 • 3ja mánaða gegn kikhósta, barnaveiki, stífkrampa, haemofilus influenzae sjúkdómi af gerð b (Hib), mænusótt og pneumókokkum.
 • 5 mánaða gegn kikhósta, barnaveiki, stífkrampa, haemofilus influenzae sjúkdómi af gerð b (Hib), mænusótt og pneumókokkum.
 • 6 mánaða gegn meningókokkum C.
 • 8 mánaða gegn meningókokkum C.
 • 12 mánaða gegn kikhósta, barnaveiki, stífkrampa,  haemofilus influenzae sjúkdómi af gerð b (Hib), mænusótt og pneumókokkum.
 • 18 mánaða gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum.
 • 4 ára gegn barnaveiki, stífkrampa og kikhósta.
 • 12 ára gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum. Stúlkur eru bólusettar fyrir leghálskrabbameini (HPV).
 • 14 ára gegn barnaveiki, stífkrampa, kikhósta og mænusótt.

Hver sér um bólusetningar fyrir börn?

Bólusetningar eru gerðar á heilsugæslustöðvum. Á sama tíma og bólusetning er gerð fer barnið í skoðun hjá lækni til að ganga úr skugga um að allt sé í lagi. Þrjár skoðanir eru gerðar til viðbótar við þær sem taldar eru upp hér að ofan:

 • 6 vikna heimavitjun,
 • 6 vikna skoðun,
 • 9 vikna skoðun,
 • 10 mánaða skoðun,
 • 3ja ára tannlæknisskoðun, foreldrum að kostnaðarlausu.

Hvað kostar að bólusetja börn?

Bólusetningar barna eru gerðar foreldrum þeirra að kostnaðarlausu.

Til hvers er verið að bólusetja börn?

Markmiðið með bólusetningum er að koma í veg fyrir alvarlega sjúkdóma, einkum hjá börnum. Bólusetningar hindra einnig farsóttir og draga úr hættulegum afleiðingum smitsjúkdóma. Ungabarnadauði vegna sjúkdóma var algengur á 19. öld og framan af 20. öldinni en margir barnasjúkdómar sjást afar sjaldan nú orðið. Þannig eru bólusetningar einstakar aðgerðir sem eiga sér enga hliðstæðu í forvörnum sjúkdóma. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin fullyrðir að engar aðgerðir séu mönnum eins hagkvæmar og bólusetningar.

Á síðu Landslæknis má nálgast bækling um bólusetningar fyrir börn og smá- og ungbarnavernd.

 

 • Var efnið hjálplegt?
 •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar