Hvenær mega börn fara á leikskóla?
Börn mega fara inn á leikskóla á öðru aldursári. Ekki er þó víst að þau komist strax að. Börn eru tekin inn í leikskólana eftir kennitölu og hafa þau sem eru eldri forgang fram yfir þau yngri. Þegar pláss losnar á öðru ári geta börn því farið á leikskóla. Það borgar sig að sækja um eins fljótt og auðið er, í hið minnsta á höfuðborgarsvæðinu.
Hvað kostar að hafa barn á leikskóla?
Leikskólapláss er misdýrt eftir aðstæðum foreldra, lengd dagvistunar og sveitarfélögum. Sem dæmi mætti nefna að átta tíma vistun í Reykjavík kostar 25.234 kr. á mánuði fyrir fólk í sambúð en 16.770 kr. fyrir einstæða foreldra. Á heimasíðu Reykjavíkurborgar má nálgast verðskrá leikskólanna.
Hvernig er sótt um leikskólapláss?
Í Reykjavík er sótt um leikskólapláss á Rafrænni Reykjavík. Hægt er að sækja um pláss um leið og barnið fær kennitölu.
Gott er að hafa í huga . . .
- Þrír leikskólar eru valdir þegar sótt er um pláss fyrir barnið. Því er mikilvægt að hafa kynnt sér skólana vel áður en umsóknin er send
- Greitt er fyrir vistun 11 mánuði á ári. Gert er ráð fyrir að barnið fari í sumarfrí í mánuð.
Sjá einnig lista yfir leikskóla í Reykjavík.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?