Hvar er hægt að finna dagmömmu?
Mikilvægt er fyrir foreldra að finna góða dagmömmu sem þeir geta treyst. Því getur verið gott að spyrjast fyrir hjá fjölskyldu, vinum og kunningjum og sjá hvort einhver geti mælt sérstaklega með dagmömmu í grenndinni. Sniðugt er að setja sig í samband við einhvern sem nýlega hefur eignast barn og getur ef til vill mælt með góðri dagmömmu.
- Á heimasíðu Reykjavíkurborgar er listi yfir alla samþykkta dagforeldra, flokkaða eftir hverfum.
- Einnig er haldinn úti listi yfir dagforeldra á síðunni Bland.is.
Hvað kostar að hafa barn hjá dagmömmu?
Gjaldskrá dagforeldra er frjáls og því ráða þeir verðinu sjálfir. Algengt er að dagforeldrar taki eitthvað á bilinu 80.000-100.000 kr. á mánuði fyrir 8 tíma vistun á dag. Reykjavíkurborg niðurgreiðir hinsvegar þjónustuna. Fyrir 8 tíma vistun fá einstæðir foreldrar 57.840 kr. á mánuði í framlag frá borginni. Foreldrar í sambúð fá hinsvegar 42.560 kr. á mánuði.
Nánari upplýsingar um framlag vegna barna hjá dagforeldrum má nálgast á síðu Reykjavíkurborgar.
Þegar dagmamma er valin er gott að ganga úr skugga um . . .
- hvað sé nákvæmlega innifalið í verðinu hjá dagmömmunni. Er matur innifalinn? Eru bleyjur innifaldar?
- að dagforeldri sé með tilskilin leyfi og allt sé eins og það á að vera. Er fyllsta öryggis gætt? Er svæðið reyklaust? Er aðstaða til útiveru góð?
- Á heimasíðu Reykjavíkurborgar má nálgast bækling með upplýsingum um dagforeldra.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?