Fæðingarorlof

0
3397

ATH! Allar tölur í myndbandinu miða við júlí 2014. Tölur í greininni miða þó við árið 2022.

Hver á rétt á fæðingarorlofi?

Við fæðingu, ættleiðingu og varanlegt fóstur barns eiga allir foreldrar rétt á launuðu orlofi. Foreldrar fá greiðslur eða styrk úr Fæðingarorlofssjóði, eftir því hver staða þeirra á vinnumarkaðnum er. Til að öðlast fullan orlofsrétt þurfa foreldrar að hafa verið í 25% vinnu í 6 mánuði fyrir fæðingardag barns. Fólk á atvinnuleysisskrá telst til launþega og fær því tekjutengt fæðingarorlof. Námsmenn fá ákveðna fæðingarstyrki.

Hvað er fæðingarorlof hátt?

Fæðingarorlof er tengt tekjum og stöðu fólks á vinnumarkaðnum. Venjulega fær fólk 80% af meðallaunum sínum. Þó aldrei meira en 600.000 krónur og ef einstaklingar eru í fullri vinnu, fá þeir aldrei minna en 199.522 krónur alveg óháð tekjum. Hafi fólk á þessum tíma þegið námslán þá teljast þau ekki til launa þegar kemur að útreikningi.  Fólk sem er utan vinnumarkaðar eða í minna en 25% starfi fær 87.062 kr. í fastan fæðingarstyrk.

Á heimasíðu Fæðingarorlofssjóðs má nálgast reiknivél fyrir fæðingarorlof.

Hvað fá námsmenn í fæðingarstyrk?

Námsmenn í 75 – 100% námi fá 199.522 kr. á mánuði í fastan fæðingarstyrk. Meðfram því má þiggja námslán, kjósi fólk að gera slíkt.

Hvað er fæðingarorlof langt?

Báðir foreldrar eiga rétt á sex mánaða fæðingarorlofi og er hægt að ráðstafa 6 vikum af þeim eins og þeim hentar. Annað foreldrið getur tekið allar vikurnar en einnig má skipta þeim á milli sín. Foreldrar þurfa ekki að taka fæðingarorlof á sama tíma og ekki er nauðsynlegt að taka það allt í einu. Þó verður að hafa í huga að orlofsrétturinn fyrnist við 18 mánaða aldur barns.

Gott er að hafa í huga . . .

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar