Á hvaða tímabili eru páskarnir?

Páskarnir miðast við samnefnda hátíð gyðinga, en tímatal gyðinga byggir á tunglári og þess vegna eru páskarnir ekki alltaf á sama tíma.  Páskarnir geta verið á rúmlega mánaðartímabili á vorin. Páskadagur er fyrsti sunnudagur eftir fyrsta fulla tungl eftir vorjafndægur (frá og með 21. mars). Páskadagur getur í fyrsta lagi fallið á 22. mars og í síðasta lagi á 25. apríl en allar dagsetningar þar á milli koma til greina.

Dymbilvika (síðasta vikan fyrir páska)

Dagarnir fyrir páska eru oft frídagar í íslenskum skólum og á sumum vinnustöðum.  Þar eru nokkrir kristnir hátíðisdagar:

  • Pálmasunnudagur: Samkvæmt Mattheusarguðspjallinu reið Jesú á asna inn í Jerúsalem til að halda páskadag gyðinga. Hann heitir Pálmasunnudagur því að margir veifuðu pálmagreinum til að fagna honum. Dagurinn er ekki almennur frídagur eða stórhátíðardagur en fellur náttúrulega alltaf á sunnudegi, sem eru frídagar (eða unnir með helgarálagi).
  • Skírdagur: Fimmtudagurinn fyrir páska, en þá borðaði Jesús “síðustu kvöldmátíðina” með lærisveinunum sínum og þvoði fætur þeirra.  Skír þýðir hreinn í þessu samhengi. Skírdagur er almennur frídagur.
  • Föstudagurinn langi: Þá var Jesús krossfestur.  Stórhátíðardagur.
  • Laugardagurinn fyrir páska: almennur frídagur.
  • Páskadagur: Stórhátíðardagur.
  • Annar í páskum: almennur frídagur.

Hvenær eru páskar?

Páskadagur fellur á þessa sunnudaga næstu árin:

2022 17. apríl
2023 9. apríl
2024 31. mars
2025 20. apríl
2026 5. apríl

*Greinin okkar „Rauðir dagar“ birtir dagsetningar allra frídaga á Íslandi 😉

Heimildir:

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar