Hvað gera íslenskir dómstólar?

Íslenskir dómstólar dæma hvort einstaklingar, fyrirtæki og aðrir aðilar hafi brotið lög eða ekki. Þeir geta einnig úrskurðað um hvort aðgerðir hins opinbera standist lög. Þetta vald dómstóla kallast dómsvaldið.

Á Íslandi skiptist dómsvaldið í tvö þrep; svokölluð dómsstig. Lægra stigið nefnist héraðsdómur en æðra stigið er Hæstiréttur Íslands og hafa dómar hans endanlegt gildi.

Hvað er héraðsdómur?

Héraðsdómur er nafn yfir fyrsta dómstigið á Íslandi og öll ákærumál fara fyrst þangað til meðferðar. Í raun er þó ekki einn „héraðsdómur“ starfandi á Íslandi heldur eru dómstólar hans átta. Þeir skiptast eftir héröðum og heita:

  • Héraðsdómur Reykjavíkur,
  • Héraðsdómur Reykjaness,
  • Héraðsdómur Suðurlands,
  • Héraðsdómur Norðurlands vestra,
  • Héraðsdómur Vesturlands,
  • Héraðsdómur Vestfjarða,
  • Héraðsdómur Norðurlands eystra,
  • Héraðsdómur Austurlands.

Dómarar í héraðsdómi eru alls 38, flestir í Reykjavík (22) og næstflestir á Reykjanesi (7). Héraðsdómur var settur á laggirnar í núverandi mynd árið 1992.

Hvað er Hæstiréttur?

Hæstiréttur Íslands er næsta dómstig fyrir ofan héraðsdóm og hið æðsta á Íslandi. Hafi héraðsdómur dæmt í máli má stundum áfrýja dómi hans til Hæstaréttar, þ.e. fara fram á endurskoðun hans á málinu.

Dómar hans hafa forgang yfir dóma héraðsdóms og endanlegt gildi. Hæstiréttur Íslands er einn dómstóll fyrir allt landið, staðsettur í Reykjavík. Í Hæstarétti eru níu hæstaréttardómarar. Hæstiréttur Íslands var stofnaður árið 1920.

Sjá einnig:

Hæstarétt Íslands,*

um héraðsdóm á domstolar.is,

um Hæstarétt á haestirettur.is,

lög um dómstóla á Íslandi.

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar