Beint lýðræði er útfærsla á lýðræði þar sem almenningur ræður beint yfir ríkinu, án þess að þurfa að fara í gegnum fulltrúa sína eins og í fulltrúalýðræði.

Eitt elsta þekktasta dæmið um lýðræði var í Aþenu til forna en þar var beint lýðræði, þar sem frjálsir borgarar skiptust eftir handahófi á að fara með völdin og nær allir gegndu valdastöðum einu sinni eða oftar.

Hvernig er hægt að nota beint lýðræði nú?

Nokkrar leiðir eru til þess að láta almenning stjórna ríkisvaldinu með beinum hætti:

  • Þjóðaratkvæðagreiðslur, þar sem almenningur fær að kjósa beint um eitthvað tiltekið málefni eða lög.
  • Bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla sem þýðir að niðurstaða hennar er endanleg.
  • Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla er leiðbeining fólksins til þingsins en ekki endanleg niðurstaða.
  • Þjóðfundir, þar sem stór hluti þjóðarinnar (oftast valinn af handahófi) hittist og ræðir ákveðið viðfangsefni og reynir að móta um það stefnu eða leiðbeiningar.
  • Smærri borgarafundir, umræðuhópar og fjölmiðlar geta komið skoðunum almennings á stjórnmálum á framfæri með skipulegum hætti og haft mikil áhrif á stefnu stjórnvalda, þó það sé yfirleitt ekki bindandi.
  • Sums staðar er flókið fyrirkomulag borgarafunda notað til þess að móta stefnu hins opinbera. Þar kemur almenningur saman á stórum fundum, ræðir málin, kýs um þau og kýs síðan fulltrúa á aðra borgarafundi sem smám saman mynda stefnu og/eða útbúa fjárlög. Þessi aðferð er kennd við borgina Porto Alegre í Brasilíu, sem átti frumkvæði að henni.

Eitt elsta þekktasta dæmið um lýðræði var í Aþenu til forna en þar var beint lýðræði, þar sem frjálsir borgarar skiptust eftir handahófi á að fara með völdin og nær allir gegndu valdastöðum einu sinni eða oftar.

Sjá einnig:

Why Politics Matter e. Gerry Stoker,

grein á ensku um lýðræði í Porto Alegre.

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar