Búddistar fylgja heimspekikenningum Búdda, sem hét réttu nafni Siddharta Gautama og var indverskur prins sem var uppi um sex öldum fyrir Krist. Búdda er ekki eiginnafn heldur þýðir “hinn upplýsti” og vísar til þess að Búddistar reyna að öðlast uppljómun í lífi sínu, lausn undan einskonar þjáningu sem búddistar kalla Dukkha. Allir geta orðið upplýstir Búddar með því að iðka Búddisma. Búddismi er hluti af mengi asískar heimspeki eins og hindúisma,

Búddismi

Búddismi í hnotskurn:

  • Nafn: Búddismi, fylgjendur eru Búddistar
  • Guð: Enginn, algyðistrú
  • Algengust: Í A-Asíu
  • Bænarhús: Musteri
  • Heilagasta hátíð: Vesak
  • Helgidagur: Enginn
  • Helgirit: Pali Tipitaka, Mahayama Sutra o.fl.
  • Fylgjendur í heiminum: 400 milljónir til 1,7 milljarðir
  • Fylgjendur á íslandi: um 1200
  • Fjöldi íslenskra félaga: 3

Samkvæmt Búddistum er heimurinn í stöðugri breytingu og lífið er stöðug hringrás þjáningar Samsara, sem orsakast af “hugareitri” því sem er kallað Dukkha. Búddistar reyna að komast á æðra tilverustig, sem þeir kalla Nirvana, og losa sig úr hringrás þjáningar með því að losa sig við hugareitrið. Það gera þeir á fjölmarga vegu, meðal annars með því að feta “meðalveginn,” stunda hugleiðslu og jóga, breyta rétt, öðlast visku, viðurkenna hin göfugu sannindi fjögur, fylgja hinni áttföldu leið og siðareglunum fimm. Með því að fylgja Búddisma öðlast maður gott Karma, sem er lykillinn að því að hljóta góð örlög. Margir Búddistar gerast munkar eða nunnur einhvern tímann á lífsleiðinni.

Göfugu sannindin fjögur:

  1. Dukkha: Þjáningin er óaðskiljanlegur hluti af lífinu.
  2. Samudaya: Þjáningin kemur til vegna langana og skilyrðingar.
  3. Nirodha: Þjáninguna má stöðva með skilning. Þannig er hægt að losa sig úr samsara og ná nirvana.
  4. Marga: Skilninginn má finna við iðkun á hinni áttföldu leið.

Hin áttfalda leið felst í lífstíl sem Búddistar temja sér:

  1. Rétt viðhorf, gjörðir okkar hafa afleiðingar.
  2. Réttur ásetningur, að taka ákvörðun um að hætta við alla fjandsemi og óþykkju.
  3. Rétt ræða, að tala til annarra á vingjarnlegan og sannan máta. Það þýðir að ekki ljúga, baktala fólk eða etja manni móti manni.
  4. Rétt breytni; ekki deyða, ekki særa, ekki stela, ekki kynferðisleg athæfi, ekki auðæfasöfnun.
  5. Rétt lífsviðurværi, ekki fá meira en þú þarft.
  6. Rétt áhersla, að vera óþreytanlegur í að reyna að ná hinum sjö markmiðunum.
  7. Rétt hugarfar, að vera meðvitaður um hvað þú ert að gera frá stundu til stundar.
  8. Rétt einbeiting, hæfileikin að geta einbeitt sér að einu atriði í lengri tíma.

Siðareglurnar fimm

  1. Ekki drepa (ekki skaða tilfinningaverur)
  2. Ekki taka það sem ekki hefur verið gefið (ekki stela)
  3. Ekki misnota líkamlegar nautnir, þar á meðal kynlíf
  4. Ekki ljúga (alltaf segja sannleikann)
  5. Ekki neyta áfengis eða annarra efna sem hindra skýra hugsun

Hvar er Búddismi algengastur?

Búddismi er ríkjandi í austanverðri Asíu. Í Kína, Japan, Sri Lanka og allri Suðaustur-Asíu eru nær allir Búddistar. Búddismi hefur á síðari árum orðið vinsæll á vesturlöndum.
Mynd fengin af: https://uni.hi.is/brb42

Hvert er helgirit Búddista?

Ekkert eitt rit má kalla helgirit Búddista. Til eru mjög mörg rit um Búddisma sem eru misgömul, frá mismunandi löndum og á mismunandi tungumálum, sem öll lýsa ævi og kenningum Búdda. Meðal þessara rita eru Pali Tipitaka og Mahayama Sutra. Búddískir textar fjalla um gimsteinana þrjá: Buddha, Dharma og Sangha.

Hverjar eru helstu trúarhátíðir Búddista?

Trúarhátíðir Búddista fylgja indverska tungldagatalinu og eru því á breytilegum tíma á árinu. Lítil regla er á því hvað teljist Búddísk trúarathöfn og það er mjög misjafnt eftir löndum og siðum hvaða hátíðir eru haldnar. Eitt dæmi er hátíðin Vesak. Hún er haldin hátíðleg á fyrsta fulla tungli í maí. Þá fagna Búddistar fæðingu og uppljómun Búdda.

Hverjir eru helstu söfnuðir Búddista?

Skipta má Búddistum gróflega í þrjá hópa:
Theravada er elsta grein Búddisma og tiltölulega íhaldssöm. Hún er iðkuð í SA-Asíu
Mahayana er iðkuð í Kína, Japan og Kóreu. Til þessarar greinar telst hinn þekkti japanski stíll Zen.
Vajrayana er grein sem snýst um ýmsar hefðir sem saman nefnast tantra. Tíbetskur, nepalskur og mongólskur Búddismi eru afbrigði af Vajrayana.

Búddísk trúfélög á Íslandi:

Myndin er fengin af wikipedia og breytt af Áttavitanum

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar