Búddismi í hnotskurn:
- Nafn: Búddismi, fylgjendur eru Búddistar
- Guð: Enginn, algyðistrú
- Algengust: Í A-Asíu
- Bænarhús: Musteri
- Heilagasta hátíð: Vesak
- Helgidagur: Enginn
- Helgirit: Pali Tipitaka, Mahayama Sutra o.fl.
- Fylgjendur í heiminum: 400 milljónir til 1,7 milljarðir
- Fylgjendur á íslandi: um 1200
- Fjöldi íslenskra félaga: 3
Samkvæmt Búddistum er heimurinn í stöðugri breytingu og lífið er stöðug hringrás þjáningar Samsara, sem orsakast af “hugareitri” því sem er kallað Dukkha. Búddistar reyna að komast á æðra tilverustig, sem þeir kalla Nirvana, og losa sig úr hringrás þjáningar með því að losa sig við hugareitrið. Það gera þeir á fjölmarga vegu, meðal annars með því að feta “meðalveginn,” stunda hugleiðslu og jóga, breyta rétt, öðlast visku, viðurkenna hin göfugu sannindi fjögur, fylgja hinni áttföldu leið og siðareglunum fimm. Með því að fylgja Búddisma öðlast maður gott Karma, sem er lykillinn að því að hljóta góð örlög. Margir Búddistar gerast munkar eða nunnur einhvern tímann á lífsleiðinni.
Göfugu sannindin fjögur:
- Dukkha: Þjáningin er óaðskiljanlegur hluti af lífinu.
- Samudaya: Þjáningin kemur til vegna langana og skilyrðingar.
- Nirodha: Þjáninguna má stöðva með skilning. Þannig er hægt að losa sig úr samsara og ná nirvana.
- Marga: Skilninginn má finna við iðkun á hinni áttföldu leið.
Hin áttfalda leið felst í lífstíl sem Búddistar temja sér:
- Rétt viðhorf, gjörðir okkar hafa afleiðingar.
- Réttur ásetningur, að taka ákvörðun um að hætta við alla fjandsemi og óþykkju.
- Rétt ræða, að tala til annarra á vingjarnlegan og sannan máta. Það þýðir að ekki ljúga, baktala fólk eða etja manni móti manni.
- Rétt breytni; ekki deyða, ekki særa, ekki stela, ekki kynferðisleg athæfi, ekki auðæfasöfnun.
- Rétt lífsviðurværi, ekki fá meira en þú þarft.
- Rétt áhersla, að vera óþreytanlegur í að reyna að ná hinum sjö markmiðunum.
- Rétt hugarfar, að vera meðvitaður um hvað þú ert að gera frá stundu til stundar.
- Rétt einbeiting, hæfileikin að geta einbeitt sér að einu atriði í lengri tíma.
Siðareglurnar fimm
- Ekki drepa (ekki skaða tilfinningaverur)
- Ekki taka það sem ekki hefur verið gefið (ekki stela)
- Ekki misnota líkamlegar nautnir, þar á meðal kynlíf
- Ekki ljúga (alltaf segja sannleikann)
- Ekki neyta áfengis eða annarra efna sem hindra skýra hugsun
Hvar er Búddismi algengastur?

Hvert er helgirit Búddista?
Hverjar eru helstu trúarhátíðir Búddista?
Hverjir eru helstu söfnuðir Búddista?
Búddísk trúfélög á Íslandi:
Myndin er fengin af wikipedia og breytt af Áttavitanum
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?