Gyðingdómur er ein elstu trúarbrögð sem enn eru iðkuð í heiminum. Flókið er að skilgreina gyðinga vegna þess að gyðingar eru bæði trúarbrögð og þjóð, og til þess að teljast gyðingur þarf móðir manns að vera gyðingur líka. Til þess að flækja þetta enn frekar er einnig hægt að leggja stund á Gyðingdóm án þess að vera gyðingur. Gyðingar eru í þeirra eigin skilningi Guðs útvalda þjóð. Rétttrúnaðargyðingar trúa því að jafnvel þó maður hætti að trúa á guð, þá verði maður alltaf af gyðingaþjóð.

Gyðingdómur í hnotskurn

 • Nafn: Júdaismi, fylgjendur eru gyðingar
 • Guð: Yahweh, eingyðistrú.
 • Algengust: Í Ísrael, N-Ameríku og A-Evrópu.
 • Bænarhús: Sýnagógur
 • Heilagasta hátíð: Yom Kippur
 • Helgidagur: Laugardagur (Sabbat)
 • Helgirit: Tanakh (Gamla testamentið)
 • Fylgjendur í heiminum: um 14 milljónir
 • Fylgjendur á íslandi: fáir, óvíst
 • Fjöldi íslenskra félaga: engir

Gyðingdómur er eingyðistrú sem snýst aðallega um samband guðs við mannkynið og guðs til gyðinga. Flestar ritningar gyðinga snúast um þessi sambönd. Ritningarnar segja til um eðli sambands gyðinga við guð sinn en þær eru túlkaðar á mismunandi máta. Dæmi um túlkun ritninganna eru ýmiss fatnaður sem gyðingar klæðast og reglur um mataræði. Guð er skapari himins og jarðar, og dómari á dómsdegi. Gyðingar bíða eftir komu frelsarans, „Messías,“ sem kristnir telja að sé þegar fæddur og heiti Jesús, en gyðingar trúa því ekki að Jesús sé Messías. Börn eru skírð til gyðingdóms (strákar með umskurði) og þau geta svo á táningsárum staðfest skírnina með fermingu, sem gyðingar kalla Bar/Bat Mitzvah. Kristni og Islam þróuðust út frá gyðingdómi á seinni öldum.

Gyðingar voru lengi ofsóttir um alla Evrópu og einangraðir. Þeir þróuðu því sitt eigið tungumál, jiddísku, sem líkist þýsku. Þegar mestu gyðingaofsóknunum lauk með seinni heimstyrjöldinni stofnuðu gyðingar sitt eigið ríki, Ísrael, og endurvöktu hið heilaga tungumál gyðinga, hebresku.

Hvar er gyðingdómur algengastur?

Ísraelsríki er stofnað á grundvelli Gyðingdóms og þar eru því flestir gyðingar. Marga gyðinga má einnig finna í Bandaríkjunum og í Austur-Evrópu

Hvert er helgirit gyðinga?

Helgirit gyðinga er Tanakh, eða það sem kristnir menn kalla Gamla Testamentið. Mikilvægasti hluti Gamla Testamentsins er Tóran, eða Mósebækurnar. Auk þess styðjast margir gyðingar við Talmud, sem er lögbók gyðinga.

Hverjar eru helstu trúarhátíðir gyðinga?

Hátíðir gyðinga fylgja hebreska tímatalinu, sem er tungldagatal og því örlítið frábrugðið hinu vestræna. Helstu hátíðir eru:

 • Páskar, Hvítasunna og Sukkot eru vorhátíðir. Þá minnast gyðingar þess þegar Móses leiddi hebreana frá Egyptalandi í gegnum eyðimörkina.
 • Nýja árið er haldið hátíðlegt að hausti til. Þá fasta gyðingar og standa fyrir bænahöldum í tíu daga. Hátíðin endar á Yom Kippur, sem er helgasta hátíð gyðinga.
 • Ljósahátíðin, eða Hanukkah, er yfirleitt haldin í desember. Þá kveikja gyðingar á átta eða níu kertum til þess að minnast ljóssins sem logaði í musterinu í Jerúsalem.

Hverjir eru helstu söfnuðir gyðinga?

Langflestir gyðingar aðhyllast rabbínískan gyðingdóm, sem er sú útgáfa gyðingdómsins sem flestum er kunnug. Þó eru til nokkrir minni hópar, eins og Kabbalah og Hasidistar, sem eru mjög strangtrúaðir.

Gyðingleg trúfélög á Íslandi:

Engin gyðingleg trúfélög eru skráð á Íslandi, enda búa fáir gyðingar á Íslandi. Þekktasti íslenski gyðingurinn er eflaust Frú Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú.

 

 • Var efnið hjálplegt?
 •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar