Islam er næstfjömennasta trú heimsins og er upprunin í Arabíu. Islam er alger eingyðistrú, og þeir sem aðhyllast Islam eru kallaðir múslimar. Orið islam þýðir undirgefni, og vísar til þess að múslimi er sá sem er undirgefinn Guði. Múslimar trúa á sama guð og kristnir og gyðingar, en kalla hann Allah, sem þýðir einfaldlega Guð á arabísku. Upphafsmaður Islam er spámaðurinn Múhammeð, sem skrifaði kóraninn (sjá neðar). Múslimar líta ekki á Múhammeð sem guð eða guðlegan mann, en telja hann mikilvægasta spámanninn í langri röð spámanna.

íslam - MerkiIslam í hnotskurn

 • Nafn: Islam eða múhammeðstrú, fylgjendur eru múslimar
 • Guð: Allah, eingyðistrú
 • Algengust: Í miðausturlöndum, SA-Asíu og N-Afríku
 • Bænarhús: Moska
 • Heilagasta hátíð: Síðasti dagur Ramadan
 • Helgidagur: Föstudagur
 • Helgirit: Kóran
 • Fylgjendur í heiminum: um 1,5 milljarðir
 • Fylgjendur á íslandi: um 770
 • Fjöldi íslenskra félaga: 2

Múslimar þurfa að lifa eftir hinum 5 stoðum Islam:

 1. Trúarjátningin (Shahada): Til þess að gerast múslimi þarf að fara með trúarjátninguna af sannfæringu og innlifun í nærveru vitna: “Enginn er verðugur tilbeiðslu nema Allah. Múhammeð er sendiboði hans til gjörvalls mannkyns allt til dómsdags.”
 2. Bænin (Salat): Múslimi þarf að biðja til guðs 5 sinnum á dag. Venjan er að biðja á ákveðnum tímapunktum dags, eftir ákveðnum hefðum.
 3. Ölmusan (Zakat): Múslimi þarf að gefa árlega tiltekinn hluta af eigum sínum til fátækra og hjálparþurfi.
 4. Fastan (Sawm): Í Ramadanmánuði, sem er 9. mánuðurinn í múslimska dagatalinu, þarf múslimi að fasta. Þá má hann ekki neita matar eða drykkjar eða stunda kynlíf, og verður að neita sér um allar girndir milli sólarupprásar og sólseturs í einn mánuð.
 5. Pílagrímsfeðin (Hajj): Einu sinni á ævinni þarf hver múslimi að fara í pílagrímsferð til Mekku, sem er hin heilaga borg í Sádi-Arabíu þar sem Múhammeð fæddist, en einungis ef fjárhagur og heilsa leyfa.

Hvar er Islam algengast?

Islam er algengast í miðausturlöndum, Indónesíu og norðanverðri Afríku. Samkomustaðir múslima kallast moskur (mosque).

Mynd fengin af: https://uni.hi.is/brb42

Hvert er helgirit múslima?

Helgirit múslima nefnist Kóran (Qur’an). Kóraninum er skipt niður í 114 kafla sem nefnast súrur (Surah) og er raðað í lengdarröð. Múhammeð spámaður skrifaði Kóraninn á löngu tímabilli þegar Gabríel erkiengill á að hafa vitjað hans og bar honum heilagt orð Allah í borgunum Mekku og Medínu. Kóraninn inniheldur ýmsar frásagnir og spádóma, en aðallega er hann lýsing á mikilvægi trúarinnar, lýsing á mildi og miskunnsemi Allah, og safn trúarlegra siðferðisreglna.

Hverjar eru helstu trúarhátíðir múslima?

Trúarhátíðir múslima fara eftir íslamska tungldagatalinu, sem er 11 dögum styttra en vestræna dagatalið. Þess vegna eru hátíðir múslima á breytilegum tíma á árinu.

 • Ramadan er föstumánuðurinn. Þá sýna múslimar Allah undirgefni sína með því að fasta í einn mánuð.
 • Eid al-Fitr er síðasti dagur Ramadan. Þá eru oft mikil hátíðarhöld, átveislur og bænahald. Auk þess sem venja er að gefa ölmusu á þeim degi.
 • Eid al-Adha er fórnarhátíð múslima. Þá minnast þeir þess þegar Ibrahim (Abraham) gerði sig líklegan til þess að fórna Ishmail (Ísak) fyrir Allah. Oft eru haldnar veislur og gefnar gjafir.

Hverjir eru helstu söfnuðir múslima?

Múslimar skiptast í tvo stærri söfnuði, Sunni og Shi’a, og marga minni söfnuði.

Sunni-múslimar eru langstærsti hópur múslima. Þeir trúa því að almenningur eigi að velja arftaka Múhammeðs, kalífana. Auk kóransins, styðjast Sunni-múslimar við Hadith, sem eru frásagnir af lífi Múhammeðs, og Madhhab, sem eru íslömsk lög.

Shi’a-múslimar eru næststærsti hópur múslima. Þeir trúa því að vald Múhammeðs gangi í erfðir á milli imama (klerka). Þeir styðjast ekki við Hadith eða Madhhab á sama hátt og Sunni-múslimar.

Dæmi um minni söfnuði múslima eru Sufi og Ibadi.

Islömsk trúfélög á Íslandi

Mynd fengin af wikipedia – Breytt af Áttavitanum

 

 • Var efnið hjálplegt?
 •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar