Farfuglaheimili eru ódýr gistikostur á ferðalögum. Á þeim er lögð áhersla á að fólk bjargi sér sjálft og þannig er verðinu haldið í lágmarki. Farfuglaheimilin geta þó verið afar misjöfn. Sum þeirra eru einskonar gistiskálar, en önnur bjóða upp á þjónustu og heimilislega gistingu. Farfuglaheimili eru einnig þekkt sem hostel. 

Gisting á farfuglaheimilum

Oft er hægt að leigja 2 – 6 manna herbergi.
Sængur og koddar eru oftast innifalin í verði. Koma skal með eigin sængurfatnað eða leigja hann á staðnum. Einnig má koma með svefnpoka.
Góð hreinætis- og snyrtiaðstaða er til staðar, en miðað er við að gestir komi sjálfir með handklæði, sápu og annað þess háttar.

Eldunaraðstaða á farfuglaheimilum

Á öllum farfuglaheimilum eru gestaeldhús með eldunar- og mataráhöldum sem gestir geta notað að vild án endurgjalds. Þar getur fólk eldað saman kvöldverð eða snætt morgunverð.
Sum farfuglaheimili selja morgunmat og sum bjóða matarpakka, hádegis- og kvöldverð. Slíkt þarf yfirleitt að panta fyrirfram.
Einnig er oft boðið upp á sameiginlegt rými til þess að spila, lesa eða spjalla, setustofur eða sjónvarpshol.

Farfuglaheimili innanlands

Farfuglaheimili eru góður kostur þegar ferðast er innanlands allt árið um kring. Farfuglaheimilin eru alls 33(árið 2013) og staðsett víðsvegar um landið. Hægt er að kaupa farfuglaskírteini sem fela í sér gistingu á enn lægra verði. Þegar ferðast er erlendis er einnig hægt að nota skirteinið á Hostelling International (http://www.hihostels.com/) farfuglaheimilum í yfir 90 löndum.

Farfuglaheimili erlendis (Hostel):

Farfuglaheimili eru ekki bara á Íslandi, heldur út um allan heim þá er þau þekkt undir nafninu Hostel. Þau eru yfirleitt mun ódýrari kostur en hótelin. Á farfuglaheimium er oft góður andi fyrir ungt fólk og með því að gista á þeim má auðveldlega að kynnast nýju fólki. Þau eru hentugur gistimöguleiki fyrir hópa sem ferðast saman, því allir geta eldað saman og eytt tíma í sameiginlegri setustofu.

Gagnlegir tenglar fyrir farfugla:

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar