Hvað gerir Barnaverndarstofa?
Hlutverk barnaverndarstofu er að sinna málum tengdum barnavernd. Því hlutverki er skipt í 6 þætti:
- Að efla og þróa barnaverndarstarf á Íslandi með rannsóknum um barnavernd og með leiðbeiningum bæði til starfsfólks í barnavernd og almennings.
- Að vera með fræðslu og ráðgjöf fyrir barnaverndarstarfsfólk
- Að sinna eftirliti með þeim sem vinna við barnavernd.
- Að gefa leyfi til þeirra sem vilja taka barn í fóstur og hjálpa starfsfólki barnaverndarnefnda í vinnslu fósturmála.
- Að vera með umsjón meðferðarúrræða fyrir börn s.s. Barnahús, meðferðarheimili, neyðarvistun Stuðla, greiningarvistun Stuðla, fjölkerfameðferð (MST) og meðferð fyrir börn sem sýna óæskilega kynferðislega hegðun. (http://www.bvs.is/almenningur/urraedi/)
- Að gefa leyfi til aðila sem taka börn r í tímabundna vistun þegar barn getur ekki búið heima vegna t.d. vanda foreldra
Aðstoð vegna aðstæðna heima fyrir
Hægt er að hafa samband við starfsfólk barnaverndarnefnda í gegnum 1.1.2 eða við ráðgjafa Barnaverndarstofu í síma 530-2600 ef þörf er á hjálp eða upplýsingum vegna aðstæðna heima fyrir.
Stuðningsúrræði Barnaverndarstofu
Barnaverndarstofa heldur úti eftirfarnandi úrræðum.
Barnahús
Þolendum kynferðisafbrota er vísað í Barnahús til greiningar og viðtala. Þegar við á er málum einnig vísað til lögreglu.
Sálfræðiþjónusta vegna óviðeigandi kynhegðunar barna
Barnaverndarnefndir geta sótt um sérhæfða sálfræðiþjónustu til Barnaverndarstofu fyrir börn allt að 18 ára aldri sem sýna óviðeigandi kynhegðun eða misnota aðra kynferðislega.
Fjölkerfameðferð (MST)
MST er meðferðarúrræði á vegum Barnaverndarstofu fyrir fjölskyldur barna á aldrinum 12-18 ára sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda. Meðferðin felst fyrst og fremst í að auka færni foreldra til að takast á við vanda barna sinna. Hegðunarvandi barnanna birtist í afskiptum lögreglu, erfiðleikum í skóla, ofbeldi og vímuefnanotkun.
Meðferðarheimili
Veita börnum móttöku í bráðatilvikum til að tryggja öryggi þeirra vegna meintra afbrota eða alvarlegra hegðunarerfiðleika.
Greina vanda barna sem talin eru þurfa sérhæfða meðferð.
Veita börnum sérhæfða meðferð vegna alvarlegra hegðunarerfiðleika, vímuefnaneyslu og meintra afbrota
Fósturráðstöfun
Um fóstur er ræða þegar barnaverndarnefnd felur fósturforeldrum umsjá barns. Ástæður þess geta hvort heldur verið erfiðleikar barns, að uppeldisaðstæðum þess sé áfátt, eða hvoru tveggja. Fóstur getur verið tímabundið, varanlegt eða styrkt fóstur.(Með styrktu fóstri er átt við sérstaka umönnun og þjálfun barns á fósturheimili í takmarkaðan tíma, að hámarki í tvö ár)
Hægt er að kynna sér úrræði Barnaverndarstofu frekar á vef þeirra
Hvar er Barnaverndarstofa og hvernig er hægt að hafa samband?
Borgartún 21,
105 Reykjavík
Vefur: www.bvs.is
Sími 5302600,
Netfang: bvs@bvs.is,
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?