Kvartanir

Meirihluti mála sem umboðsmaður tekur til athugunar eru byggð á kvörtunum. Allir einstaklingar, félög og samtök sem telja sig hafa verið beitt rangindum af hálfu hins opinbera geta kvartað til Umboðsmanns Alþingis. Umboðsmaður kannar allar kvartanir sem honum berast.
Ef kvartað er vegna ákvörðun stjórnvalds og mögulegt er að skjóta þeirri ákvörðun til hærra setts stjórnvalds, t.d. ráðuneytis, þá verður sá sem á sér telur brotið að fara fyrst með málið þangað áður en hann getur borið fram kvörtun við umboðsmann. Ef kvartað er yfir einhverju öðru, t.d. framkomu opinbers starfsmanns eða meðferð máls, er hægt að leita beint til umboðsmanns.

Ef niðurstaðan er sú að brotið sé á rétti þess sem kvartar sendir umboðsmaður þeirri stofnun tilkynningu. Umsagnir umboðsmanns eru almennt teknar mjög alvarlega. Umboðsmaður getur ekki séð til þess að höfðað sé dómsmál gegn þeim sem bera ábyrgð á brotum en hinsvegar getur hann vakið athygli ríkissaksóknara á málum.
Ef athugun leiðir í ljós að kvörtun fullnægir ekki lagaskilyrðum líkur málinu með tilkynningu til þess sem lagði inn kvörtunina.

Hvar kvarta ég?

Kvörtunum verður að skila skrifleg á skrifstofu sérstaks saksóknara og hana skal skrá á sérstakt eyðublað, einnig er hægt að skila inn rafrænni kvörtun hér.
Kvörtun verður að berast umboðsmanni áður en ár er liðið frá tilefni hennar. Ef um ákvörðun er að ræða sem hefur verið kærð til hærra setts stjórnvalds telst ársfresturinn frá því að úrskurður fellur í málinu. Skilyrði um ársfrest gildir hinsvegar ekki ef kvartað er yfir tilteknu ástandi.
Aðeins þeir sem telja sig hafa orðið fyrir ranglæti að hálfu stjórnvalda geta borið fram kvörtun. Kvörtun aðila sem ekki getur sýnt fram á að brot snerti hagsmuni hans eða réttindi getur þó vakið athygli umboðsmanns á vandamáli. Þá er umboðsmanni heimilt að taka það mál upp að eigin frumkvæði.

Mál að frumkvæði umboðsmanns

Umboðsmaður alþingis getur tekið mál til athugunar að eigin frumkvæði. Hluti af þessu eftirliti hefur verið að vitja starfsstöðva stjórnvalda og kanna starfsemi þeirra og hefur hann m.a. kannað aðbúnað á geðdeildum og í fangelsum.
Umboðsmaður fjallar einnig um það sem kallað er meinbugir á gildandi lögum, á almennum stjórnvaldsfyrirmælum eða á starfsháttum í stjórnsýslu. Meinbugir geta verið fólgnir í því að mismunað sé á milli aðila, reglugerðarákvæði standast ekki lög eða að ákvæði teljist ranglátt. Þetta getur einnig átt við um misræmi, prentvillur, óskýran texta o.fl.

Hver er umboðsmaður alþingis?

Tryggvi Gunnarsson er núverandi umboðsmaður alþingis, hann var endurkjörinn 1. janúar 2016 og mun því gegna embættinu þar til 2020.

Umboðsmaður Alþingis er til húsa í Templarasundi 5, 101 Reykjavík.

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar