Hvar kýs ég?
Þú getur kosið í Alþingiskosningunum hvort sem þú ert í Tógó eða á Bahamaseyjum. Athugaðu að þú þarft að setja þig í samband við ræðismenn í þeim löndum þar sem þeir eru og mæla þér mót við þá. Þar sem sendiráð eru getur þú einfaldlega mætt á opnunartíma þeirra og kosið.
Hvernig kýs ég?
Hvernig kosið er utan kjörfundar er mjög líkt því hvernig kosið er almennt. Myndbandið hér að ofan útskýrir ferlið á skýran hátt.
Hvernig kemst atkvæðið til skila?
Kjósendur erlendis bera sjálfir ábyrgð á því að koma sínu atkvæði til Íslands. Senda skal atkvæði til sýslumanns eða kjörstjórnar í því umdæmi þar sem þú ert á kjörskrá. Hér getur þú slegið inn kennitölunni þinni og séð í hvaða umdæmi þú kýst. Ef þú ert með lögheimili erlendis þá sendir þú kjörseðilinn þinn til sýslumanns þess kjördæmis sem þú kaust síðast í.
Eftir að kjósandi hefur greitt atkvæði hjá kjörstjóra er atkvæðið sett í kjörseðilsumslag og það límt aftur. Kjörseðilsumslagið og útfyllt fylgibréf sem er ætlað viðkomandi sýslumanni eða kjörstjórn næst sett í umslag og lokað fyrir. Á bakhlið þess eru upplýsingar um kjósanda sem hann verður að fylla út svo atkvæðið rati á réttan stað.
Hægt er að senda utankjörfundaratkvæði með pósti eða koma því á einhvern annan hátt í hendur kjörstjórnar. Það verður að berast fyrir lok kjörfundar á kjördag svo hægt sé að taka það til greina við kosninguna. Nægjanlegt er að koma bréfi með utankjörfundaratkvæði í einhverja kjördeild þess kjördæmis þar sem kjósandi er á kjörskrá.
Við notum tækifærið og bendum á #Egkys fyrir allar kosningatengdar pælingar.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?