Til hvers eru stéttarfélög?
Helsta verkefni stéttarfélaga er að verja réttindi launafólks í landinu. Það gera þau með gerð kjarasamninga þar sem samið er um kaup og kjör launþega. Starfsemin er þó fjölbreyttari en það: Verkalýðsfélögin starfrækja sjúkra-, orlofs- og fræðslusjóði, veita félagsmönnum sínum upplýsingar og aðstoð við allt sem við kemur vinnu og styrkja þá á margvíslegan hátt.
Hvaða þjónustu bjóða stéttarfélögin upp á?
Hjá stéttarfélögunum er hægt að . . .
- fá upplýsingar um kjaramál;
- fá aðstoð við útreikning á launum og þróun þeirra;
- leigja sumarbústaði, orlofsíbúðir og fá orlofsstyrk;
- sækja um styrk til námskeiða og náms;
- fá aðstoð í veikindum;
- fá styrki vegna heilsueflingar, gleraugnakaupa og ýmislegs annars;
- fá lögfræðilegar ráðleggingar.
Hvað borgar fólk mikið í stéttarfélög?
Félagsgjöldin eru mishá eftir stéttarfélögum. Algengt er að þau séu í kringum 1% af launum fólks. Upphæðina má sjá á launaseðli. Atvinnurekandi sér um að draga upphæðina af launum fólk og greiða félagsgjöldin til stéttarfélagsins.
Myndband ASÍ um stéttarfélög.
Hafa skal í huga . . .
Ef greitt er í stéttarfélag á meðan fólk er á atvinnuleysisskrá viðheldur það aðeins réttindum ef vinnuveitandi greiðir mótframlag til atvinnulausra félagsmanna. Þetta er vinnuveitendum valfrjálst og því er mikilvægt að kynna sér þessi mál til hlítar ef maður er atvinnulaus.
Hér á Áttavitanum má finna alls kyns upplýsingar um atvinnulífið, t.d. um ráðningarsamninga, persónuafslátt, rauða daga og verkföll.
Nánari upplýsingar:
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?