Hver eru fyrstu skrefin eftir að í ljós kemur að kærstan er ólétt?

Ef getnaður var ekki planaður er nokkuð ljóst að þessar fréttir eru töluvert sjokk fyrir báða aðila. Best er að reyna að halda ró sinni, hugsa rökrétt og ræða saman. Mikilvægt er fyrir konuna að finna að hún hefur stuðning frá hinum aðilanum í sambandinu – hvernig sem þetta fer. Karlmaðurinn þarf líka að gera sér grein fyrir því að hvernig sem þetta fer er barnið á hans ábyrgð. Auðvitað er best að ræða málin og komast að sameiginlegri niðurstöðu – en raunin er þó sú að konan hefur ávallt lokasvarið í þessum málum. Best að fá góðar ráðleggingar og hátta málum svo að allir séu sáttir við ákvörðunina og framhaldið.

Hvert er hægt að leita ráða ?

Best er að ræða slík mál við einhvern sem fólk þekkir og treystir; vin eða ættingja. Sumir kjósa þó að leita til fagaðila – og það er líka gott og blessað. Sniðugt er að hafa samband við kvennadeild Landspítalans og panta þar viðtalstíma hjá félagsráðgjafa. Þar geta pör fengið hlutlausar ráðleggingar og hjálp við að taka ákvörðun. Þó svo að fólk panti viðtalstíma þýðir það ekki að það sé búið að taka ákvörðun um að fara í fóstureyðingu. Áður en farið er í viðtalið er þó ráðlegt að parið ræði vel saman.

Greinin „Er ég tilbúin/nn til að eignast barn“ gæti reynst fólki gagnleg þegar kemur að þessum málum.

Einnig má lesa ýmislegt um meðgöngu og barneignir hér á Áttavitanum.

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar