Hvað er sósíaldemókratismi?

Sósíaldemókratismi er orð yfir málamiðlun á félagshyggju við lýðræði og kapítalisma eða frjálshyggju, enda stendur „sósíal“ fyrir sósíalisma, eða félagshyggju, en „demókratía“ fyrir lýðræði.

Stefnan spratt upp á fyrri hluta 20. aldar og átti meðal annars rætur í þýskum stjórnmálum og kenningum Edouards Bernstein.

Hún dreifðist síðan víðar og hefur orðið sérstaklega áberandi í Evrópu og á Norðurlöndunum, en Noregur og Svíþjóð eru oft talin vera skýrustu dæmin um ríki sem hafa tileinkað sér sósíaldemókratisma.

Í stuttu máli er hægt að segja að sósíaldemókratismi gangi út á reyna að tryggja bæði félagslegan jöfnuð og einstaklingsfrelsi í samfélaginu. Það er t.d. útfært með því að ríkið haldi við velferðarkerfi (gjaldfrjálsri menntun, heilsugæslu, bótakerfi o.s.frv.) en tryggi um leið markaðsfrelsi, einstaklingsfrelsi og lýðræði í samfélaginu.

Sósíaldemókratismi er stjórnmálastefna sem á margt sameiginlegt með hugmyndafræði félagslegrar frjálshyggju; en hvoru tveggja reynir að sætta ólík markmið um jöfnuð og frelsi í samfélaginu. Hún hafnar hins vegar róttækum byltingarhugmyndum kommúnismans og þykir ekki ganga jafn langt til vinstri og sósíalismi.

Alþýðuflokkurinn frá 1916-1999 og Samfylkingin frá 1999 hafa verið stærstu stjórnmálaflokkar sósíaldemókrata á Íslandi.

Í stuttu máli er hægt að segja að sósíaldemókratismi gangi út á að reyna að tryggja bæði félagslegan jöfnuð og einstaklingsfrelsi í samfélaginu.

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar