Félagslegt húsnæði
Félagsíbúðir er að finna víðsvegar um borgina og geta einstaklingar og fjölskyldur sótt um slíkt húsnæði á þjónustumiðstöð síns hverfis.
Stéttarfélög
Helsta verkefni stéttarfélaga er að verja réttindi launafólks í landinu. Það gera þau með gerð kjarasamninga þar sem samið er um kaup og kjör launþega.
Barnabætur
Barnabætur eru stykir frá ríkinu hugsaðir til þess að létta undir með barnafólki. Ef foreldrar eru giftir eða í sambúð skiptast barnabæturnar á milli þeirra.
Atvinnuleysisbætur
Fullar atvinnuleysisbætur árið 2023 eru 331.298 kr. á mánuði. Þeir sem hafa starfað í fullri vinnu í samtals 12 mánuði á síðustu 36 mánuðum eiga rétt á fullum bótum.

























