Hvað er geðveiki?

Þegar rætt er um geðsjúkdóma er oftast átt við alvarlegar geðraskanir á borð við geðklofa, geðhvarfasýki eða persónuleikaraskanir. Slíkir sjúkdómar valda oft mikilli truflun á andlegu lífi fólks: þeir geta valdið ranghugmyndum, ofskynjunum og skertu veruleikaskyni. Þó eru margir sem þjást af öðrum geðröskunum á borð við þunglyndi, kvíða, ofvirkni og athyglisbrest eða ADHD. Misnotkun áfengis og lyfja getur einnig leitt af sér ýmsa geðkvilla.

Hér að neðan má finna hlekki inn á greinar um nokkrar algengar geðraskanir og -sjúkdóma:

Það er munur á geðveiki og geðveiki

Geðheilsan getur verið misgóð hjá fólki. Sumir þjást af alvarlegum geðsjúkdómum og þurfa jafnvel að vera vistaðir á stofnun ævilangt. Í mörgum tilvikum má þó ráða bót á andlegum meinum með því að leita sér aðstoðar. Fordómar og fáfræði hafa árum saman verið ríkjandi í samfélaginu, gagnvart þeim sem eru veikir á geði, en með aukinni upplýsingu og umræðu um geðsjúkdóma eru hlutirnir að færast til betri vegar. Margir þjást líka einhvern tíma á ævinni af smávægilegum geðrænum kvillum, á borð við ofsahræðslu við köngulær eða geitunga, lofthræðslu eða flughræðslu, ofvirkni, kvíða, skammdegisþunglyndi og ýmislegt fleira.

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar