Ertu ein/n af þeim sem getur ekki hætt að ýta á „snooze“ takkann? Rúmið er bara of mjúkt til þess að fara fram úr? Og þú bara of þreytt/ur til þess að vilja það?
Flestir þekkja þá tilfinningu að vilja ekki vakna strax. Til eru margar leiðir til þess að fara á fætur þó að innst inni viljir þú vera lengur í rúminu. Hér ætlum við að telja upp slíkar leiðir í von um að þær verði að gagni. Það eru mis mikil vísindi á bakvið þessar leiðir en eins og með margt annað, þá virkar ekki allt fyrir alla.

Góðu fréttirnar eru þær að sumt virkar fyrir suma.

Drekktu vatnsglas þegar þú rumskar við klukkuna

Það virkar fyrir suma að drekka vatnsglas til þess að vakna. Þá fer eitthvað af stað í líkamanum. Mögulega gætir þú líka þurft að fara á klósettið, sem neyðir þig á lappir.

Kveiktu ljósin um leið og þú vaknar

Það getur verið gott ráð að kveikja á ljósum eða draga frá gluggatjöldum. Þannig aðlagastu að birtunni fyrr og heilastarfsemin fer af stað.

Settu vekjaraklukkuna langt frá rúminu

Það að hafa vekjaraklukkuna langt frá þér, verður til þess að þú neyðist til að standa upp. Ekki sakar að vakna við ljúfa tóna, ef það er nóg til þess að vekja þig af værum svefni.

Vertu með morgunrútínu

Gerði eitthvað sem þér þykir notalegt á morgnanna. Kveiktu á útvarpinu, eldaðu þér góðan morgunmat, lestu bók eða farðu í sturtu. Það getur verið nánast hvað sem er, mikilvæga atriðið er að það sé eitthvað sem þig hlakkar til að gera.

Viltu kaffi?

Sumar kaffivélar eru með tímastilli, svo þær kveikja á sér þegar þú átt að vera að vakna. Fyrir þá sem drekka kaffi gæti þetta gert gæfumun. Lyktin af kaffinu dregur þig framúr.

Prófaðu smáforrit (app)

Til er endalaus flóra af snjallforritum sem gætu hjálpað þér að vakna. Í sumum þeirra þarf að leysa reikningsdæmi, í öðrum þarf að hrista símann og svo eru enn önnur þar sem þú þarft að klára borð í léttum leikjum! Nánar hér.

Byrjaðu daginn á því að hitta vin!

Áttu vin sem er morgunhani? morgunhæna? Hittu þau snemma um morgun! Þá er komin ákveðin pressa á þig að vakna, því ef þú gerir það ekki ertu að bregðast vini eða vinkonu. Fyrir þá sem finnst gott að fara í sund, þá getur einmitt verið frábær tími til þess á morgnana.

Hafðu sloppinn nálægt rúminu

Það getur oft reynst fólki erfitt að stíga uppúr rúminu ef það vill ekki taka af sér sængina. Vertu með eitthvað þægilegt og mjúkt við rúmið, eitthvað sem þú getur auðveldlega komið þér í. Sloppur, samfestingur eða hvað annað sem þér finnst þægilegast.

Undirbúðu morgundaginn áður en þú ferð að sofa

Vertu búin/n að taka fötin til, gera nesti og annað sem gæti auðveldað morgunverkin. Það getur verið gott að eiga notalega, áhyggjulausa morgunstund.

Gangi þér vel að vakna!

Meira á Áttavitanum um svefn

Góður svefn 

Hversu mikinn svefn þarf ég?

Erfiðleikar með svefn

Heimildir

Reynsla starfsfólks í Hinu Húsinu

Wikihow 

Reader’s digest

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar