Börnum ber að fara eftir lögum og reglum samfélagsins eins og öllum öðrum. Boð og bönn laganna hafa tilgang. Þau eru sett til þess að skapa betra og öruggara samfélag – fyrir okkur öll. Nefna má umferðarlög, almenn hegningarlög, barnaverndarlög, barnalög og lögræðislög.  Sérstök lög gilda um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla auk þess sem settar hafa verið ýmsar reglugerðir um þessi skólastig.

  • Í grunnskólalögum segir t.d. að nemendum beri að hlíta fyrirmælum kennara og starfsfólks grunnskóla í öllu því sem skólann varðar, fara eftir skólareglum og fylgja almennum umgengnisreglum í samskiptum við starfsfólk og skólasystkin.
  • Í almennum hegningarlögum segir t.d. að hver, sem ónýtir eða skemmir eigur annars manns eða sviptir hann þeim, skal sæta sektum eða fangelsi.

Réttindi og skyldur fram að 18 ára aldri.

Börn (0 – 18ára) hafa ekki undanþágu frá lögum og öðrum samfélagsskildum. Aftur á móti eru sérstök lög sem gefa börnum önnur réttindi og skyldur. Þessi réttindi og skyldur breytast  eftir aldri, Kíkjum á það 

0-18 ára

Þú ert ólögráða þar til þú nærð 18 ára aldri. Í því felst að:

  • Þú átt rétt á forsjá, umhyggju og virðingu foreldra þinna.
  • Foreldrar þínir eiga rétt á og bera þá skyldu að taka ákvarðanir fyrir þína hönd í veigamiklum málum.
  • Þú átt rétt á að þekkja báða foreldra þína og umgangast þá báða, jafnvel þó þeir búi ekki saman.
  • Foreldrum þínum ber skylda til að vernda þig gegn andlegu og líkamlegu ofbeldi og annarri vanvirðandi háttsemi. Foreldrar mega ekki beita börn sín ofbeldi.
  • Foreldrar þínir eiga að hafa samráð við þig áður en þeir taka ákvarðanir um mál, sem þig varða eftir því sem aldur þinn og þroski gefa tilefni til. Afstaða þín á að fá aukið vægi eftir því sem þú eldist og þroskast.
  • Þú átt rétt á því að foreldrar þínir framfæri þig þangað til þú verður 18 ára. Foreldrar þínir eiga því að sjá þér fyrir húsaskjóli, fæði, klæði og öðrum nauðsynjum. Ef foreldrar þínir skilja eða slíta sambúð á það foreldri sem þú átt ekki lögheimili hjá að borga meðlag sem nota á til framfærslu þinnar.
  • Aðrir sem koma að uppeldi þínu og umönnun skulu sýna þér virðingu og umhyggju.
  • Þú ræður hvernig þú eyðir peningum sem þú hefur sjálf/ur unnið þér fyrir eða fengið að gjöf. Þetta gildir þó ekki ef um mikla peninga er að ræða. Algengast er að foreldrar fari með fjármál barna sinna þar til þau verða 18 ára en stundum þarf sýslumaður að samþykkja hvernig fjármunum barna er varið.
  • Þú mátt ekki stofna til skulda.
  • Þú getur leitað til barnaverndar ef þú býrð við slæmar aðstæður, sætir illri meðferð eða hefur orðið fyrir áreitni eða ofbeldi.
  • Þú átt rétt á og þér er skylt að sækja skóla á aldrinum 6-16 ára.
  • Þú átt að læra að synda, nema þú sért ófær til þess að mati læknis.
  • Þú átt rétt á aðstoð fagfólks ef þú glímir við fötlun eða önnur sértæk vandamál.
  • Þú átt rétt á heilsugæslu í sveitarfélagi þínu til verndar andlegu og líkamlegu heilbrigði þínu.
  • Þú átt rétt á því að hafa foreldra þína eða aðra sem þér eru nákomnir hjá þér ef þú dvelur á sjúkrahúsi.
  • Þú mátt ekki láta gera á þig húðflúr eða gata líkamann án leyfis foreldra.
  • Eftir því sem þú eldist færðu aukin réttindi og ríkari skyldur.

0 til 12 ára.

Allir, 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20.00 nema í fylgd með fullorðnum. Á sumrin (1. maí til 1. september) lengist útivistartíminn um tvær klukkustundir.

10 ára

  • Árið sem þú verður 10 ára máttu fara ein/n í sund

12 ára

  • Þú át rétt á því að segja skoðun sína á því hvort það vill vera áfram í trúfélagi með foreldrum eða  skipta um trúfélag.
  • þú átt, eftir því sem kostur er, rétt á því að tjá sig um þá læknismeðferð sem læknir vill veita því.
  • Ávallt skal gefa öllum sem náð hafa 12 ára aldri kost á að tjá sig um meðferð eða úrræði barnaverndar í máli þess.
  • Til að ættleiða barn þarf samþykki þess ef það er orðið 12 ára..
  • Til að breyta nafni barns þarf samþykki þitt eftir 12 ára aldur.

13 ára

  • Allir á aldrinum 13 til 16 ára skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22.00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Á sumrin (frá 1. maí til 1. september) lengist útivistartíminn um tvær klukkustundir eða til miðnættis.
  • Allir 13-14 ára mega vinna létt störf í allt að 2 klst. á dag á starfstíma skóla en 7 klst. á dag utan starfstíma skóla. Þó má ekki vinna á milli kl. 20 á kvöldin til kl. 6 á morgnana og þó þú átt rétt á a.m.k. 14 klst. hvíld á sólarhring.

15 ára

  • Þegar þú ert orðin 15 ára færð aukin réttindi í umferðinni. Þá má reiða barn sem er yngra en sjö ára ef þú ert vanur hjólreiðamaður og sérstakt sæti er fyrir barnið á hjólinu. Annars er alltaf bannað að reiða farþega á hjóli.
  • Þú mátt taka próf á létt bifhjól (skellinöðru) og 15 ára einstaklingur sem er fatlaður, getur fengið ökuréttindi til að stjórna hægfara vélknúnum ökutækjum fyrir fatlaða.
  • Allir 15-17 ára unglingar mega vinna létt störf í allt að 2 klst. á dag ef þeir eru í skyldunámi en 8 klst.(ein klukkustund bætist við) á dag ef þeir eru ekki í skyldunámi. Þó má enn þá ekki vinna á milli kl. 20 á kvöldin til kl. 6 á morgnana. Áfram áttu  rétt á a.m.k. 14 klst. hvíld á sólarhring ef þú ert í skyldunámi en 12 klst. á sólarhring ef þú ert ekki í skyldunámi.
  • 15 ára má ráða þig til að gæta barna.
  • Þegar þú verður 15 ára máttu fara með barn undir 10 ára í sund.
  • Þegar þú nærð 15 ára aldri verður þú sjálfstæður aðili barnaverndarmáls.
  • Þú verður sakhæf/ur við 15 ára aldur. Það þýðir að það má refsa þér ef þú fremur afbrot. Það má handtaka þig og úrskurða í gæsluvarðhald en þá þarf að tilkynna barnaverndarnefnd og foreldrum um það vegna þess að sérreglur gilda um  afbrot unglinga til 18 ára aldurs.
  • Þú mátt stunda kynlíf. Kynferðislegur lágmarksaldur er 15 ár á Íslandi,Það er því bannað(refsivert) að stunda kynlíf með einstaklingi sem er yngri en 15 ára. Þetta miðar þó fyrst og fremst að því að vernda börn og unglinga fyrir misnotkun sér eldra fólks, sem vill nýta sér þroska- og reynsluleysi barna, en ekki að leggja refsingu við kynferðismökum jafnaldra.

16 ára

  • Skólaskyldu lýkur við 16 ára aldur. Allir þeir sem hafa lokið grunnskólanámi eða hlotið jafngilda undirstöðumenntun eiga kost á að hefja nám í framhaldsskóla.
  • Þú færð réttindi til að hefja ökunám (æfingaakstur) og tekið próf á dráttarvél.
  • Þú færð réttindi til að ganga í eða segja þig úr trúfélagi.
  • Sá sem er orðinn 16 ára getur skráð sig í ungliðahreyfingu stjórnmálaflokks.
  • Við 16 ára aldur gerist þú sjálfstæður þjónustuþegi heilbrigðiskerfisins.  Það þýðir að allir 16 ára og eldri  geta leitað læknis án samþykkis eða vitundar foreldra og læknir er skyldugur til að upplýsa þig um ástand, meðferð og horfur þínar.
  • Stúlkur sem orðnar eru 16 ára geta sótt um fóstureyðingu án samþykkis eða vitundar foreldra sinna.
  • Í byrjun þess árs sem þú verður 16 ára, fær þú sent skattkort frá ríkisskattstjóra, þar sem þér er gert skylt að borga fullan skatt af launum sínum eins og fullorðnir. Einnig er þér skylt að greiða iðgjald af tekjum í lífeyrissjóð.   Þá getur þú einnig átt rétt á atvinnuleysisbótum og örorkubótum ef þú er úrskurðaður öryrki.
  • Þú getur átt rétt á slysabótum úr almannatryggingakerfinu ef þú slasast við vinnu eða íþróttaiðkun.
  • Reglur laga um útivistartíma gilda ekki um þig og þá sem sem eru 16 ára á árinu. Þér ber þó að fara eftir þeim reglum sem foreldrar setja.

17 ára

  • Þú getur tekið bílpróf eða próf á bifhjól. Sá sem hefur slíkt próf má aka torfærutækjum, svo sem vélsleðum, þríhjólum eða fjórhjólum.
  • þú mátt stunda áhugaköfun að uppfylltum skilyrðum um menntun, heilbrigði og hæfni.

18 ára

  • 18 ára verður þú lögráða, þ.e. sjálfráða og fjárráða.
  • Þú ræður því hvað hann tekur sér fyrir hendur og hvar hann býr.
  • Þú ræður hvernig hann ráðstafar eignum þínum og peningum og berð ábyrgð á peningaskuldum þínum.
  • Framfærsluskyldu foreldra lýkur almennt við 18 ára aldurinn. Því er foreldrum þínum ekki lengur skylt að halda þér á framfæri
  • Þú mátt ganga í hjónaband eða staðfesta samvist
  • Þú færð  kosningarétt og mátt bjóða þig fram til Alþingis og sveitarstjórna.
  • Þú mátt kaupa tóbak.

Eftir 18 ára afmælið.

Þegar þú ert orðin 18 ára hefur þú sem sagt sömu réttindi og skyldur og fullorðið fólk, nema:

  • Þú mátt ekki kaupa áfengi fyrr en þú er orðinn 20 ára.
  • Þú má hvorki nota né eiga skotvopn fyrr en Þú er orðinn 20 ára.
  • Svo eru nokkur atriði sem þú mátt ekki fyrir en á öðrum aldri, t.d. varðandi ættleiðingar, skipan dómara og framboð til að verða forseti.

Hafðu það í huga að allir undir 18 ára, sem myndað geta eigin skoðanir, eiga rétt á því að láta þær frjálslega í ljós í öllum málum sem það varðar og skal tekið réttmætt tillit til skoðana þinna í samræmi við aldur og þroska. Hafir þú náð nægilegum þroska hefur þú t.d.

  • Rétt á því að tjá þig ef foreldrar deila um forsjá þína og umgengni.
  • Haft rétt til að taka þátt í nemendaráði grunnskóla til að koma skoðunum þínum og annarra samnemenda á skólastarfinu og hagsmunamálum ykkar á framfæri.
  • Tekið þátt  í sérstöku ungmennaráð sem sveitarstjórnin getur ráðfært sig við, til að heyra skoðanir barna og unglinga á ýmsum málum.

Heimildir

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar