Að sækja um nám erlendis
Yfirleitt má finna umsóknaform á vefsíðu skólanna, ásamt leiðbeiningum um hvernig sækja skuli um. Fara skal nákvæmlega eftir öllum leiðbeiningum varðandi umsóknina, gæta þess að öll fylgigögn séu með og búið sé að senda og greiða allt á réttum tíma.
Jöfnunarstyrkur
Jöfnunarstyrkur er ætlaður nemendum við framhaldsskóla sem stunda nám fjarri heimili sínu. Undanfarin ár hefur jöfnunarstykurinn verið rúmlega 100.000 krónur á önn.
Raunfærnimat
Einstaklingar sem fara í raunfærnimat þurfa að vera minnst 23 ára og hafa 3 ára starfsreynslu í greininni.
Dreifnám
Námið fer að mestu fram eins og hefðbundið fjarnám, í gegnum tölvupóst og á netinu. Einnig þurfa nemendur að mæta í verklega tíma nokkrum sinnum á önn, yfirleitt í vikulöngum lotum.
Kvöldskólar
Yfirleitt er ekki mætingarskylda í kvöldskóla og því getur námið hentað vel með vinnu og fjölskyldulífi.
Bekkjarkerfi eða áfangakerfi?
Í áfangakerfi hafa nemendur vald til að stjórna ferðinni meira sjálfir á meðan bekkkjarkerfið veitir meira aðahald.
Bóknám
Til að fá inngöngu í háskóla þarf að ljúka stúdentsprófi. Þar sem bóknámsbrautirnar undirbúa fólk á ólíkan máta er mikilvægt er að velja sér námsleið eftir áhuga og hæfileikum.
Almenn námsbraut
Ef einstaklingur uppfyllir ekki inntökuskilyrði í framhaldsskóla, en vill halda áfram námi, er almenn námsbraut hugsuð til að ná því takmarki.