Dreifnám
Námið fer að mestu fram eins og hefðbundið fjarnám, í gegnum tölvupóst og á netinu. Einnig þurfa nemendur að mæta í verklega tíma nokkrum sinnum á önn, yfirleitt í vikulöngum lotum.
Starfs-, iðn- og tækninám
Margir möguleikar geta opnast eftir að nemendur hafa lokið starfs- iðn og tækninámi. Flestar greinar innan þess veita nemendum réttindi til að starfa við ákveðinn iðnað.
Raunfærnimat
Einstaklingar sem fara í raunfærnimat þurfa að vera minnst 23 ára og hafa 3 ára starfsreynslu í greininni.





























