Höfuðstóll
Höfuðstóll láns er sú upphæð sem er ógreidd af láninu. Þegar vextir eru reiknaðir út eru þeir iðulega ákveðin % af höfuðstólnum.
Hvað skal setja í forgang við mánaðarmótin?
Ef reikningar eru ekki greiddir á réttum tíma leggjast á þá dráttavextir sem í dag eru 11,5%
Húsnæðistryggingar
Öllum ber skylda til að kaupa bruna- og viðlagatryggingu. Tryggingafélögin bjóða þó upp á fjölda annarra valfrjálsra trygginga.
Stéttarfélög
Helsta verkefni stéttarfélaga er að verja réttindi launafólks í landinu. Það gera þau með gerð kjarasamninga þar sem samið er um kaup og kjör launþega.
Fjármál para
Fólk kann misvel að fara með peninga - og því er kjörið að hjálpast að við að hafa fjármálin á hreinu.
Að vinna svart
Svört atvinnustarfsemi hefur slæm áhrif á samfélagið, en hún getur líka komið illa niður á þeim sem taka þátt í henni. Fólk sem vinnur svarta vinnu aflar sér ekki almennra réttinda eins annað starfsfólk.
Kaupmáttur launa
Lýsir því hversu mikið einstaklingur getur keypt af vöru og þjónustu fyrir laun hverju sinni. Nánar tiltekið sýnir kaupmáttur launa raunverulegt verðmæti launa.