Heim Fjármál

Fjármál

Fjármál er yfirflokkur greina er snúa að launum, sparnaði, skuldum, styrkjum og skatti svo eitthvað sé nefnt. Varstu að leita að grein sem þú fannst ekki? Endilega sendu okkur ábendingu og við reynum að bæta úr því.

Grænn kóði á svörtum skjá

3 aðferðir til að leggja pinnið á minnið

Margir eiga mjög erfitt með að muna númeraraðir og gleyma sífellt PIN-númerinu sínu. Hér eru nokkrar aðferðir sem hjálpa manni að leggja pinnið á minnið.
skjáskot úr netbanka

Yfirdráttarheimild

Yfirdráttur er lán sem veitt er inn á bankareikning fólks. Þannig er heimild til úttekta hækkuð.

Mismunandi bankareikningar

Tékkareikningar eru algengustu reikningarnir sem notaðir eru af einstaklingum. Hægt er að millifæra af og á tékkareikninga hluti eins og laun, greiðslur og kaup á vöru og þjónustu.

Kaupmáttur launa

Lýsir því hversu mikið einstaklingur getur keypt af vöru og þjónustu fyrir laun hverju sinni. Nánar tiltekið sýnir kaupmáttur launa raunverulegt verðmæti launa.
Húsnæði tryggingastofnunnar á Laugavegi

Greiðslur frá TR vegna náms

Ungmenni á aldrinum 18-20 ára, sem hafa misst annað foreldri eða bæði, geta átt rétt að námsstyrkjum frá Tryggingastofnun.
Kósý íbúð

Húsnæðisbætur

Fyrirkomulagi húsaleigubóta hefur verið breytt en þær heita nú húsnæðisbætur.

Sjúkradagpeningar

Til að eiga rétt á sjúkradagpeningum þarf fólk að vera alveg óvinnufært og hafa lagt niður störf vegna veikinda í að lágmarki 21 dag.
Kona og maður sitja og ræða saman

Að semja um laun

Launþegar geta búist við því að þurfa að semja um laun reglulega. Nauðsynlegt er að mæta vel undirbúinn í launaviðtöl og vinna heimavinnuna vel áður en farið er að semja
Maður opnar hurð

Félagslegt húsnæði

Félagsíbúðir er að finna víðsvegar um borgina og geta einstaklingar og fjölskyldur sótt um slíkt húsnæði á þjónustumiðstöð síns hverfis.
Mynt sem hefur verið dreift yfir borð

Vinnutímar og laun unglinga

Fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum er í mestri hættu með að það sé svindlað á því sökum reynsluleysis. Því er mikilvægt að unglingar kynni sér réttindi sín, kjarasamninga og lög um vinnutíma.
Tölur markaðsins

Verðbólga

Verðbólga þýðir í raun að verð á vöru bólgnar út. Það er vísitala neysluverðs og breytingar á henni sem notuð er til að reikna út verðbólgu.
Gamall tíu króna seðill

Hvað er skattur?

Skatturinn er hugsaður til að mæta sameiginlegum kostnaði, sem allir íbúar landins þurfa að greiða, til að reka siðmenntað þjóðfélag.
Mótmælendur mótmæla

Stéttarfélög

Helsta verkefni stéttarfélaga er að verja réttindi launafólks í landinu. Það gera þau með gerð kjarasamninga þar sem samið er um kaup og kjör launþega.
klink

Auðlegðarskattur

Auðlegðarskattur leggst á allar eignir einstaklings umfram 75.000.000 krónur.
Mastercard kreditkort

Debetkort vs. kreditkort

Með því að nota debetkort er fólk að eyða peningum sem það á, en með því að nota kreditkort er fólk að eyða peningum sem það fær að láni.
Leikfangabíll á ströndinni

Hvað er orlof?

Orlof þýðir í raun "frí" og allt launafólk á rétt á orlofi eða launuðu fríi.

Lífsstílsverðbólga

Fólk eyðir peningum þegar það á þá, margir eyða meira þegar þau fara að þéna meira.
vegur og fjall framundan

Að ferðast ódýrt um Evrópu

Það er ótrúlega gaman og gefandi að ferðast um framandi lönd, en það kostar sitt, sér í lagi fyrir þá sem búa á afskekktri eyju, lengst í hinu ískalda norðri.
Vasareiknir liggur á blaði

Skattframtal

Skil á skattframtali eru um miðjan mars ár hvert
bunki af umslögum á borði

Vanskilaskrá

Fólk á vanskilaskrá getur átt í erfiðleikum með ýmiskonar lánafyrirgreiðslur, fær ekki yfirdráttarheimild, bílalán og getur ekki stofnað til reikningsviðskipta við fjarskitpafyrirtækin.
Íslenskt klink liggur á borði

Hvernig draga má úr eyðslu

Það kostar helling að skulda og það er svolítið eins og að henda peningum að láta þá fara í vexti til bankanna.
Foreldrar sitja á bekk og halda á barni

Foreldraorlof

Foreldrar geta tekið allt að 16 vikna ólaunað leyfi frá störfum til að annast barn sitt.
Klink í hrúgu á borði

Að fara út í eigin rekstur

Fyrirtækjarekstur er flókið og mikið starf. Góður undirbúningur getur skipt sköpum þegar fram í sækir.
rekkar í matvöruverslun

Hvað kostar að flytja að heiman?

Fólk getur auðveldlega gert kostnaðaráætlun og þannig fundið gróflega út hvað það muni kosta að búa einn