Vinnutímar og laun unglinga
Fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum er í mestri hættu með að það sé svindlað á því sökum reynsluleysis. Því er mikilvægt að unglingar kynni sér réttindi sín, kjarasamninga og lög um vinnutíma.
Hvað er lífeyrissjóður?
Allir sem starfa á vinnumarkaðnum þurfa að greiða í lífeyrissjóð. Þegar fólk fer á eftirlaun fær það svo greidd "laun" frá þessum lífeyrissjóðum.
Hvað stendur á launaseðlinum?
Mikilvægt er að fara vandlega yfir launaseðilinn og tékka á hvort allt sé ekki með felldu.
Fasteignagjöld
Fasteignaskattur, eða fasteignagjöld, er innheimtur af sveitarfélögum og leggst á allar fasteignir innan bæjarmarka sveitarfélagsins.
Fjármagnstekjuskattur
Fjarmagnstekjuskattur er skattur sem leggst á tekjur einstaklinga af vöxtum, arð og hagnað af leigu og sölu húsnæðis.
Hvað er orlofsuppbót?
Orlofsuppbót er bónusgreiðsla sem atvinnuveitendum er skylt að greiða starfsfólki sínu, sem er venjulega greidd út í einni greiðslu 1. maí eða 1. júní.
Virðisaukaskattur
"Vaskur" er lagður á selda þjónustu og vörur. Hann er í tveimur þrepum: 11% og 24%
Desemberuppbót
Desemberuppbót er bónus sem launþegar fá greiddan í desember. Venjulega er þetta föst upphæð.
Hvað er skattur?
Skatturinn er hugsaður til að mæta sameiginlegum kostnaði, sem allir íbúar landins þurfa að greiða, til að reka siðmenntað þjóðfélag.
Mæðra- og feðralaun
Allir einstæðir foreldrar sem eru búsettir á Íslandi og hafa 2 börn eða fleiri á sínu framfæri eiga rétt á mæðralaunum.
Að semja um laun
Launþegar geta búist við því að þurfa að semja um laun reglulega. Nauðsynlegt er að mæta vel undirbúinn í launaviðtöl og vinna heimavinnuna vel áður en farið er að semja
Að vinna svart
Svört atvinnustarfsemi hefur slæm áhrif á samfélagið, en hún getur líka komið illa niður á þeim sem taka þátt í henni. Fólk sem vinnur svarta vinnu aflar sér ekki almennra réttinda eins annað starfsfólk.
Önnur gjöld
Ýmis önnur gjöld en skattar leggjast á ákveðin viðskipti eða eignarhald, s.s. bifreiðagjöld og vörugjöld.