Flatlús
Flatlús er sníkjudýr sem kemur sér aðallega fyrir í hárum í kringum kynfærin. Hún veldur staðbundnum kláða og roða í húð.
HIV og alnæmi (AIDS)
HIV er veira sem ræðst á varnarkerfi líkamans svo líkaminn missir smám saman getuna til að berjast á móti sýkingum. Lokastig HIV kallast alnæmi. HIV smitaðir geta þó vel lifað heilbrigðu lífi.
Herpes
Herpes er sýking af völdum veiru sem orsakar litlar blöðrur og sár á kynfærum. Herpes getur verið mjög svæsinn sjúkdómur, sérstaklega í upphafi smitsins, og getur valdið töluverðum óþægindum
Rofnar samfarir
Sæðisdropar geta komið á undan fullnægingu og þótt engin fullnæging eigi sér stað hjá karlmanninum.
Prógesterón-pillan (mini pillan)
Er góð getnaðarvörn fyrir konur með börn á brjósti og þær sem komnar eru yfir 35 ára aldur.
Vörtur á kynfærum
Kynfæravörtur eru sýking af völdum HPV-veira. Margar gerðir eru þekktar af þessum veirum og hafa sumar þeirra verið tengdar leghálskrabbameini. Sýkingin getur valdið vörtum við og á kynfærum.
Hvar er snípurinn og hvað gerir hann?
Hinn margumtalaði snípur er líffæri sem kemur oft til tals þegar kynlíf er rætt. En hvar er þessi snípur og hvað gerir hann?
Ótímabært sáðlát
Besta ráðið við ótímabæru sáðláti er að reyna að taka sjálfan sig ekki of alvarlega og hafa gaman af kynlífinu.
Sónar
Í ómskoðun er þroski fóstursins skoðaður, athugað hvort öll líffæri myndist með eðlilegum hætti og fylgst með því hvernig fóstrið vex og dafnar.
Sveppasýking á kynfærum
Sveppasýking á kynfærum orsakast af gersveppnum “Candida albicans”. Hann er til staðar víða á líkamanum, m.a. í meltingarvegi, húð og í leggöngum kvenna, en aðeins í litlu magni.
Klám og raunveruleiki
Varstu að gúggla klám en lentir óvart á þessari síðu? Svekkjandi, því hér finnurðu ekkert rúnkefni. Dokaðu samt við og þá gætir þú fræðst eilítið um klám og kynlíf.
Áður en barnið kemur – Tékklisti
Snuð, rúm, samfellur, skiptiborð. Já, ýmislegt stórt og smátt fylgir ungabörnum!
Egglos
Egglos á sér stað 14 dögum áður en að blæðingar hefjast. Með því að fylgjast með líkamshita og slímhúð má með góðum hætti finna út hvenær egglos á sér stað.
Klamydía
Klamydía er kynsjúkdómur sem smitast með bakteríu sem tekur sér bólfestu á slímhúð kynfæra, þvagrásar eða í endaþarmi. Bakterían getur valdið bólgum á þessum stöðum. Um 2000 Íslendingar greinast árlega með klamydíu
Hvað er venjulegt að stunda oft kynlíf í sambandi ?
Sennilegt er að þegar þið byrjuðuð saman hafi þið stundað kynlíf eins og kanínur(oft og lengi). En núna nokkrum mánuðum síðar er sennilegt að staðan sé önnur. Því er vert að spyrja: Hvað er venjulegt að stunda oft kynlíf ?
„Er ég tilbúin/n til að sofa hjá?“
Fyrsta skiptið gerist aðeins einu sinni og aldrei aftur. Því skal reyna að skapa því jákvæða og góða minningu.
Fæðingarorlof
Fæðingarorlof er tengt tekjum og stöðu fólks á vinnumarkaðnum. Til að öðlast fullan orlofsrétt þurfa foreldrar að vera í 25% starfi í 6 mánuði fyrir fæðingardag barns.
Lekandi
Lekandi er kynsjúkdómur sem getur valdið ófrjósemi. Bakterían tekur sér bólfestu í kynfærum, þvagrás, endaþarmi eða hálsi.
Sjálfsfróun – Er eðlilegt að fróa sér?
Sjálfsfróun er kynferðisleg athöfn og flokkast því sem kynlíf. Hún felst í því að einstaklingurinn örvar sjálfan sig kynferðislega
Þrýstingur í kynlífi
Þrýstingur varðandi kynlífshegðun hefur aukist til muna undanfarin ár í takti við aukna klámvæðingu. Kynlíf í raunveruleikanum á yfirleitt ekkert skylt við það kynlíf sem birtist í klámmyndum.