Ungmennaráð sveitarfélaga
Ungmennaráð eru vettvangur fyrir ungt fólk, til að taka þátt í mótun síns samfélags og hvetja til lýðræðislegrar þátttöku ungs fólks.
Hvað gera héraðsdómur og Hæstiréttur?
Á Íslandi skiptist dómsvaldið í tvö þrep; lægra stigið nefnist héraðsdómur en æðra stigið er Hæstiréttur Íslands
Hvað er kapítalismi?
Kapítalismi er efnahagsstefna sem byggir á eignarétti einstaklinga, markaðsfrelsi og samkeppni
Hvað er sósíalismi?
Sósíalismi er pólitísk hugmyndafræði sem leggur áherslu á samfélagslegan jöfnuð, samvinnu manna og þjóðnýtingu framleiðslu í gegnum ríkið
Hvað eru jöfnunarþingmenn eða uppbótarþingmenn?
1-2 af þingmönnum hvers kjördæmis eru svokallaðir jöfnunarþingmenn, sem er ætlað að vega gegn misvægi atkvæða í kjördæmakerfinu
Vilt þú verða ungmennafulltrúi á sveitastjórnarþingi Evrópuráðs?
Á hverju ári er sveitastjórnarþing Evrópuráðs haldið tvisvar og ungu fólki boðið að taka þátt. Frá hverju landi sem á sæti á þinginu, er...
Hvað gerir umboðsmaður alþingis?
Umboðsmaður alþingis er óháður eftirlitsaðili sem starfar í umboði alþingis til fjögurra ára í senn. Hlutverk umboðsmanns er að tryggja rétt einstaklinga gagnvart stjórnvöldum með því að hafa eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga.
Hvað er þrískipting ríkisvaldsins?
Þrískipting ríkisvaldsins gengur út á það að valdi ríkisins sé skipt í þrennt; löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald.
Hvað er fálkaorðan?
Fálkaorðan er heiðursviðurkenning sem forseti Íslands veitir nokkrum Íslendingum tvisvar á ári; 1. janúar og 17. júní
Hvað er þingræði?
Þingræði þýðir að ríkisstjórn og ráðherrar landsins sitja í umboði þingsins og þurfa að njóta trausts meirihluta þess.
Hvernig velja flokkar frambjóðendur sína?
Fyrir kosningar þurfa stjórnmálaflokkar/samtök að velja frambjóðendur sína í hverju kjördæmi landsins og ákveða í hvaða röð þeir eru boðnir fram á framboðslistum þeirra.
Skemmtilegri kosningar og Betri Reykjavík, takk!
Hugmyndin með Betri Reykjavík snýst um að leyfa okkur að ráða meira. Gefa okkur tækifæri til að breyta borg óttans í eitthvað ennþá betra. Hugmyndirnar koma allar frá íbúum Reykjavíkur og það eru líka þeir sem kjósa.
Hvað eru sveitarfélög?
Sveitarfélög á Íslandi fara með ýmis verkefni á sínu svæði en stærstu verkefni þeirra eru fræðslu- og uppeldismál, æskulýðs- og íþróttamál og félagsþjónusta.
Hvernig virka sveitarstjórnarkosningar?
Á Íslandi eru 74 sveitarfélög. Öllum sveitarfélögunum stýra sveitarstjórnir sem íbúar þeirra velja í almennum kosningum.
Hvernig verð ég stjórnmálamaður?
Marga dreymir um frama í pólitík og eru drifnir áfram af hugsjónum sínum og hugmyndum um að bæta samfélagið. Sætin eru þó fá og margir um hituna.
Hvað er fulltrúalýðræði?
Fulltrúalýðræði er útfærsla á lýðræði, þar sem almenningur fær að kjósa reglulega um það hverjir fara með völd ríkisins og geta valið á milli ólíkra kosta í hverjum kosningum
Hvað eru útstrikanir í kosningum?
Kjósandi getur strikað einstaka frambjóðendur út af listanum til þess að minnka möguleika þeirra á því að ná kjöri; það kallast útstrikun.
Nasismi
Nasismi er í raun heiti yfir það afbrigði fasismans sem Adolf Hitler og fylgjendur hans sköpuðu










































