Hvað gera ráðuneyti?
Ráðuneyti Íslands eru efsta stig stjórnsýslu hins opinbera og mynda saman Stjórnaráð Íslands
Hvað er persónukjör?
Persónukjör er það kallað þegar fólk kýs einstaklinga í kosningum í stað þess að merkja við framboðslista
Hvernig kýs ég utan kjörfundar?
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninganna 2014 stendur fram á kjördag þann 31.maí
Hvað er frjálshyggja?
Hugmyndafræði frjálshyggjunnar gengur í grunninn út á að allir menn séu skapaðir frjálsir og hafi náttúrulegan rétt til lífs, frelsis og eigna á sjálfum sér og þeim verðmætum sem þeir skapa
Hvað er félagsleg frjálshyggja?
Út frá átökum sósíalisma og kapítalisma á síðari hluta 19. aldar þróuðust ýmsar hugmyndir sem vildu leitast eftir jöfnuði og samvinnu í samfélaginu án þess að segja endilega skilið við kapítalisma eða frjálshyggju
Hvað eru frumvörp?
Lagafrumvörp eru tillögur alþingismanna eða ráðherra að nýjum lögum eða breytingum á gildandi lögum landsins
Hvað er kapítalismi?
Kapítalismi er efnahagsstefna sem byggir á eignarétti einstaklinga, markaðsfrelsi og samkeppni
Hvað er sósíaldemókratismi?
Sósíaldemókratismi er orð yfir málamiðlun á félagshyggju við lýðræði og kapítalisma
Hvað er sósíalismi?
Sósíalismi er pólitísk hugmyndafræði sem leggur áherslu á samfélagslegan jöfnuð, samvinnu manna og þjóðnýtingu framleiðslu í gegnum ríkið
Hvað er ný-frjálshyggja?
Boðberar nýfrjálshyggjunnar hafa yfirleitt hafnað hugmyndinni um að hinu opinbera beri að tryggja félagsleg réttindi og lagt áherslu á afskiptaleysi ríkisins af öllum sviðum samfélagsins
Nasismi
Nasismi er í raun heiti yfir það afbrigði fasismans sem Adolf Hitler og fylgjendur hans sköpuðu
Hvað eru jöfnunarþingmenn eða uppbótarþingmenn?
1-2 af þingmönnum hvers kjördæmis eru svokallaðir jöfnunarþingmenn, sem er ætlað að vega gegn misvægi atkvæða í kjördæmakerfinu
Hvað gera héraðsdómur og Hæstiréttur?
Á Íslandi skiptist dómsvaldið í tvö þrep; lægra stigið nefnist héraðsdómur en æðra stigið er Hæstiréttur Íslands
Ungmennaráð sveitarfélaga
Ungmennaráð eru vettvangur fyrir ungt fólk, til að taka þátt í mótun síns samfélags og hvetja til lýðræðislegrar þátttöku ungs fólks.
Hvað er beint lýðræði?
Beint lýðræði er útfærsla á lýðræði þar sem almenningur ræður beint yfir ríkinu, án þess að þurfa að fara í gegnum fulltrúa sína eins og í fulltrúalýðræði
Hvað þýðir hægri og vinstri í íslenskum stjórnmálum?
Hvernig hafa hugtökin tengst íslenskum stjórnmálum og stjórnmálasögu?
Hvað er anarkismi?
Anarkismi er pólitísk hugmyndafræði sem byggir á þeirri grunnhugsun að enginn einn einstaklingur eigi rétt á því að hafa vald yfir öðrum
Hvað er íhaldsstefna?
Íhaldsstefna er sú heimspeki og stjórnmálastefna að vilja halda í ríkjandi ástand, hefðir og gildi